Alfreð Finnbogason fékk ellefu mínútur inn á vellinum í kvöld þegar Real Sociedad gerði 2-2 jafntefli við Almería á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni.
Alfreð Finnbogason bíður því enn eftir fyrsta marki sínu í spænsku úrvalsdeildinni en hann hefur nú tekið þátt í sextán deildarleikjum á Spáni án þess að skora.
Imanol Agirretxe, framherji Real Sociedad og sá sem öðrum fremur heldur Alfreð út úr byrjunarliðinu skoraði fyrra mark liðsins í leiknum.
Alfreð Finnbogason kom inná fyrir Chori Castro á 79. mínútu leiksins en staðan var þá orðin 2-2.
Almería komst tvisvar yfir í leiknum, fyrst á 5. mínútu með marki Verza úr vítaspyrnu og svo með marki Tomer Hemad fimm mínútum fyrir hálfleik.
Imanol Agirretxe jafnaði metin í 1-1 á 27. mínútu og Sergio Canales skoraði síðan seinna mark Real Sociedad á 48. mínútu en það mark átti eftir að tryggja liðinu eitt stig.
Alfreð fékk ellefu mínútur í jafntefli Real Sociedad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn