Dirk Nowitzki kallaður inn í Stjörnuleikinn á síðustu stundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 19:15 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Dirk Nowitzki, framherji Dallas Mavericks, verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að hvorki áhugafólkið eða þjálfararnir hafi valið hann. Anthony Davis, framherji New Orleans Pelicans, getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, valdi Dirk Nowitzki í hans stað. Þetta verður þrettándi Stjörnuleikurinn hjá Dirk Nowitzki á ferlinum en þýski framherjinn sem er orðinn 36 ára gamall er með 18,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er annað árið í röð sem hann er með í leiknum en hann var búinn að taka þátt í ellefu Stjörnuleikjum í röð þegar hann var ekki valinn árið 2013. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarinnar, hefur einnig tilkynnt um hvaða leikmenn koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Kobe Bryant og Blake Griffin. Bryant og Griffin voru kosnir í byrjunarliðið en geta ekki spilað vegna meiðsla. Adam Silver hafði áður valið þá DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers til að taka sæti þeirra Kobe Bryant og Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Kerr ákvað að þeir Klay Thompson hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets byrji leikinn í þeirra stað en báðir hafa þeir átt frábært tímabil með liðum sínum. Harden er meðal annars stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,7 stig í leik og Thompson er með 22,1 stig í leik og 44 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Steve Kerr á enn eftir að velja hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anthony Davis en nú eru bara eftir tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem voru kosnir þangað af almenningi en það eru þeir Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies. NBA Tengdar fréttir Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30 Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15 Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45 Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00 NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Dirk Nowitzki, framherji Dallas Mavericks, verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að hvorki áhugafólkið eða þjálfararnir hafi valið hann. Anthony Davis, framherji New Orleans Pelicans, getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, valdi Dirk Nowitzki í hans stað. Þetta verður þrettándi Stjörnuleikurinn hjá Dirk Nowitzki á ferlinum en þýski framherjinn sem er orðinn 36 ára gamall er með 18,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er annað árið í röð sem hann er með í leiknum en hann var búinn að taka þátt í ellefu Stjörnuleikjum í röð þegar hann var ekki valinn árið 2013. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarinnar, hefur einnig tilkynnt um hvaða leikmenn koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Kobe Bryant og Blake Griffin. Bryant og Griffin voru kosnir í byrjunarliðið en geta ekki spilað vegna meiðsla. Adam Silver hafði áður valið þá DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers til að taka sæti þeirra Kobe Bryant og Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Kerr ákvað að þeir Klay Thompson hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets byrji leikinn í þeirra stað en báðir hafa þeir átt frábært tímabil með liðum sínum. Harden er meðal annars stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,7 stig í leik og Thompson er með 22,1 stig í leik og 44 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Steve Kerr á enn eftir að velja hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anthony Davis en nú eru bara eftir tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem voru kosnir þangað af almenningi en það eru þeir Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies.
NBA Tengdar fréttir Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30 Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15 Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45 Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00 NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30
Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15
Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45
Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00
NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00