Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli 11. febrúar 2015 12:11 Össur Skarphéðinsson, Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson. Vísir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki hvort ríkisstjórnin hafi reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar umn skattsvikara yrðu keyptar. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa beitt brögðum sem Davíð Oddson var þekktur fyrir á sínum tíma. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún staðfestir það við fréttastofu en segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Össur segir að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi báðir tekið upp háttalag Davíðs Oddssonar sem hafi notað opinberar yfirlýsingar til að boxa niður opinbera starfsmenn.Sjá einnig:Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Telur Bjarna ekki hafa viljað kaupa gögnin „Það hefur komið algerlega skýrt fram að Bjarni var mjög tregur í þessu máli og mér sýnist yfirlýsingar hans til þess fallnar að leiða hana í sama farveg,“ segir Össur. Bjarni hafi skammað skattrannsóknarstjóra og sett hana í erfiða stöðu. „Það hefur fyrst og fremst verið aðhald almennings, fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hefur neytt hann til uppgjafar í málinu,“ segir Össur. Bjarni hafi hrakist úr hverju víginu í annað í málinu. „Hann var bersýnilega ekki mjög hrifinn af því að leysa þetta mál með því að gögnin yrðu keypt,“ segir Össur og kallar á að málið verði rannsakað. „Ég tel að öll embættisfærslan hafi verið með þeim hætti að það sé heppilegast fyrir málið að allt sé upplýst. Hvort ríkisstjórnin hafi í raun verið að tregðast við að kaupa gögn sem geta hugsanlega upplýst um alvarleg brot.“Hringja rauðar bjöllur Össur minnir á að Bjarni hafi „húðskammað skattrannsóknarstjóra opinberlega fyrir að ljúka ekki málinu“. „Sannleikurinn kom í ljós og hann var þannig að málið var stopp af því Bjarni sjálfur hafði ekki veitt heimild en hafði þó fengið skriflega ósk,“ því sé sjálfsagt að málið verði upplýst. „Mín skoðun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi að rannsaka þetta mál. Hún var beinlínis stofnuð til þess og hjá mér hringja allar rauðar bjöllur í hvert skipti sem ráðherra segir ekki satt frá.“ Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki hvort ríkisstjórnin hafi reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar umn skattsvikara yrðu keyptar. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa beitt brögðum sem Davíð Oddson var þekktur fyrir á sínum tíma. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún staðfestir það við fréttastofu en segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Össur segir að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi báðir tekið upp háttalag Davíðs Oddssonar sem hafi notað opinberar yfirlýsingar til að boxa niður opinbera starfsmenn.Sjá einnig:Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Telur Bjarna ekki hafa viljað kaupa gögnin „Það hefur komið algerlega skýrt fram að Bjarni var mjög tregur í þessu máli og mér sýnist yfirlýsingar hans til þess fallnar að leiða hana í sama farveg,“ segir Össur. Bjarni hafi skammað skattrannsóknarstjóra og sett hana í erfiða stöðu. „Það hefur fyrst og fremst verið aðhald almennings, fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hefur neytt hann til uppgjafar í málinu,“ segir Össur. Bjarni hafi hrakist úr hverju víginu í annað í málinu. „Hann var bersýnilega ekki mjög hrifinn af því að leysa þetta mál með því að gögnin yrðu keypt,“ segir Össur og kallar á að málið verði rannsakað. „Ég tel að öll embættisfærslan hafi verið með þeim hætti að það sé heppilegast fyrir málið að allt sé upplýst. Hvort ríkisstjórnin hafi í raun verið að tregðast við að kaupa gögn sem geta hugsanlega upplýst um alvarleg brot.“Hringja rauðar bjöllur Össur minnir á að Bjarni hafi „húðskammað skattrannsóknarstjóra opinberlega fyrir að ljúka ekki málinu“. „Sannleikurinn kom í ljós og hann var þannig að málið var stopp af því Bjarni sjálfur hafði ekki veitt heimild en hafði þó fengið skriflega ósk,“ því sé sjálfsagt að málið verði upplýst. „Mín skoðun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi að rannsaka þetta mál. Hún var beinlínis stofnuð til þess og hjá mér hringja allar rauðar bjöllur í hvert skipti sem ráðherra segir ekki satt frá.“
Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira