Enski boltinn

Herferð gegn Suarez á Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Luis Enrique, stjóri Barcelona, segir að enska pressan sé með herferð gegn Luis Suarez, framherja Barcelona. Suarez snéri aftur til Englands í vikunni, en hann skoraði bæði mörk Barcelona í sigri á Manchester City.

Úrúgvæinn var sakaður um að hafa bitið frá sér þegar hann og Martin Demechelis, miðvörður City, lentu í kapphlaupi. Seinna kom í ljós að um algjöra æsifréttamennsku var að ræða og Suarez beit ekki Demichelis. Enrique er ekki sáttur með enska fjölmiðla.

„Því miður er þetta eðlilegt í sumum svæðum í heiminum að það er herferð gegn einhverjum,” sagði Enrique við fjölmiðla.

„Suarez veit að það mun alltaf vera fylgst með honum, þrátt fyrir að hann hefur sagt marg oft að hann gerði mistök. Við höfum séð svona herferð gegn leikmönnum, forsetum og stuðningsmönnum.”

Barcelona mætir City í síðari leik liðanna þann átjánda mars, en Katalóníu-búar eru í kjörstöðu fyrir síðari leikinn. Þeir leiða einvígið, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×