Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2015 19:55 Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. Þetta er sagt tengjast því að ungmenni þurfa ekki lengur að fara í burtu í framhaldsskóla og geta nú stundað fjarnám í heimabyggð.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á sér 35 ára sögu á Sauðárkróki en fyrir þremur árum var byrjað að bjóða upp á svokallað dreifnám í nýjum útibúum skólans á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Um 15 nemendur stunda námið í vetur á hverjum stað, alls 46 nemendur, að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara. Starfsstöðin á Hvammstanga er í félagsheimilinu en umsjónarmaður dreifnámsins þar, Rakel Runólfsdóttir félagsráðgjafi, segir það hafa mjög mikla þýðingu fyrir samfélagið.Á Hvammstanga fer dreifnámið fram í félagsheimilinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta lífgar upp á bæinn. Þetta snýst auðvitað bara um aðgengi að námi. Þetta er réttindamál að þessir krakkar hafi aðgang að námi og foreldrar geti haft börnin sín heima fram að sjálfræðisaldri,” segir Rakel í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Kennararnir eru staðsettir í skólanum á Sauðárkróki, í fréttunum sést Ásgeir H. Aðalsteinsson kenna stærðfræði í gegnum netsamband. En hver er árangurinn í samanburði við hefðbundna kennslu? „Ég held að það hafi nú ekkert verið mælt nákvæmlega hvort einkunnir á prófi komi betur eða verr út. En ég tek eftir einu; að þau mæta betur í dreifnáminu,” segir Ásgeir.Nemendur á Hvammstanga í stærðfræðitíma hjá kennara á Sauðárkróki.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingileif skólameistari telur það ekki tilviljun að samhliða þessu hafi áhugaleikfélögin á Hvammstanga, Hólmavík og Blönduósi öll lifnað á ný. En ekki aðeins fylgir líf og fjör unga fólkinu, foreldrarnir upplifa dreifnámið sem bætt búsetuskilyrði. „Áður þurftu bara krakkarnir að fara í burtu. Þá þurfti fólk að gera það upp við sig hvort það vildi senda börnin sín burtu og halda úti tveimur heimilum jafnvel, þar sem ekki er heimavist, eða þá að fara með þeim,” segir Rakel. „Þannig að þessi viðbót er ofsalega mikilvæg fyrir byggðir eins og þessa.”46 ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára geta búið heima hjá sér í vetur í byggðunum við Húnaflóa og stundað fjarnám í framhaldsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fjallað var um mannlíf á Hvammstanga á Stöð 2 í þættinum „Um land allt". Blönduós Húnaþing vestra Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. Þetta er sagt tengjast því að ungmenni þurfa ekki lengur að fara í burtu í framhaldsskóla og geta nú stundað fjarnám í heimabyggð.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á sér 35 ára sögu á Sauðárkróki en fyrir þremur árum var byrjað að bjóða upp á svokallað dreifnám í nýjum útibúum skólans á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Um 15 nemendur stunda námið í vetur á hverjum stað, alls 46 nemendur, að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara. Starfsstöðin á Hvammstanga er í félagsheimilinu en umsjónarmaður dreifnámsins þar, Rakel Runólfsdóttir félagsráðgjafi, segir það hafa mjög mikla þýðingu fyrir samfélagið.Á Hvammstanga fer dreifnámið fram í félagsheimilinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta lífgar upp á bæinn. Þetta snýst auðvitað bara um aðgengi að námi. Þetta er réttindamál að þessir krakkar hafi aðgang að námi og foreldrar geti haft börnin sín heima fram að sjálfræðisaldri,” segir Rakel í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Kennararnir eru staðsettir í skólanum á Sauðárkróki, í fréttunum sést Ásgeir H. Aðalsteinsson kenna stærðfræði í gegnum netsamband. En hver er árangurinn í samanburði við hefðbundna kennslu? „Ég held að það hafi nú ekkert verið mælt nákvæmlega hvort einkunnir á prófi komi betur eða verr út. En ég tek eftir einu; að þau mæta betur í dreifnáminu,” segir Ásgeir.Nemendur á Hvammstanga í stærðfræðitíma hjá kennara á Sauðárkróki.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingileif skólameistari telur það ekki tilviljun að samhliða þessu hafi áhugaleikfélögin á Hvammstanga, Hólmavík og Blönduósi öll lifnað á ný. En ekki aðeins fylgir líf og fjör unga fólkinu, foreldrarnir upplifa dreifnámið sem bætt búsetuskilyrði. „Áður þurftu bara krakkarnir að fara í burtu. Þá þurfti fólk að gera það upp við sig hvort það vildi senda börnin sín burtu og halda úti tveimur heimilum jafnvel, þar sem ekki er heimavist, eða þá að fara með þeim,” segir Rakel. „Þannig að þessi viðbót er ofsalega mikilvæg fyrir byggðir eins og þessa.”46 ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára geta búið heima hjá sér í vetur í byggðunum við Húnaflóa og stundað fjarnám í framhaldsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fjallað var um mannlíf á Hvammstanga á Stöð 2 í þættinum „Um land allt".
Blönduós Húnaþing vestra Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02