Fótbolti

Geir fundaði með Figo í Danmörku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geir Þorsteinsson þriðji frá vinstri og Figo sjötti frá vinstri.
Geir Þorsteinsson þriðji frá vinstri og Figo sjötti frá vinstri. mynd/twitter
Luis Figo, fyrrverandi landsliðsmaður Portúgals, býður sig fram á móti Sepp Blatter sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Kosningabarátta hans er hafin, en um helgina hitti hann formenn níu knattspyrnusambanda í Kaupmannahöfn til að ræða framtíðarhugmyndir sínar.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á meðal þeirra sem sóttu fundinn og ræddu við Figo. Þeir stilltu sér svo allir upp á mynd saman eftir fundinn.

„Gríðarlega ánægjulegt að vera í Kaupmananhöfn með níu samböndum að ræða framtíð fótboltans,“ skrifaði Figo á Twitter-síðu sína eftir fundinn.

Ein framsæknasta hugmynd Figo er að stækka HM verulega í 48 lið og jafnvel 64 lið. Hann vill að lönd utan Evrópu njóti góðs af þeirri stækkun.

Forsetakosningar FIFA fara fram á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður í Zürich 31. maí til 1. júní.


Tengdar fréttir

Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA

David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí.

Luis Figo vill stækka HM í fótbolta

Luis Figo, hefur kynnt betur framboð sitt til forseta FIFA, en þessi fyrrum dýrasti og besti knattspyrnamaður í heimi ætlar að reyna að steypa Sepp Blatter af stóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×