Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. Því hefur skjálftavirki á svæðinu minnkað töluvert undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Í kvikuganginum mældust um tveir tugir jarðskjálfta og voru þeir allir minni en 1,5 af stærð.
Þrír skjálftar mældust við Öskju og Herðubreið, allir minni en 2 stig.
Rétt fyrir átta í morgun mátti á vefmyndavélum sjá smá bjarma frá eldgosinu í Holuhrauni.
