Öruggt hjá Golden State gegn meisturunum | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2015 10:57 Stephen Curry fór illa með meistara San Antonio Spurs í nótt. vísir/afp Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Topplið Vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, átti ekki í miklum vandræðum með að leggja meistara San Antonio Spurs á heimavelli. Golden State var mun sterkari aðilinn en liðið leiddi með 21 stigi, 89-68, eftir þrjá leikhluta. Meistarnir löguðu stöðuna í lokaleikhlutanum en náðu aldrei að ógna forystu Stríðsmannanna. Stephen Curry fór mikinn í liði Golden State með 25 stig og 11 stoðsendingar. Klay Thompson kom næstur með 20 stig en þriggja stiga nýting Stríðsmannanna var frábær í leiknum, eða 51,5%. Toronto vann góðan sigur, 105-80, á Atlanta Hawks í toppslag í Austurdeildinni. Haukarnir tróna þó enn á toppi Austurdeildarinnar, hafa unnið 43 leiki og tapað 12. Toronto kemur þar á eftir með 37 sigra og 17 töp. Lou Williams skoraði 26 stig gegn sínum gömlu félögum en Demar DeRozan kom næstur í liði Toronto með 21 stig. Paul Millsap, Kyle Korver og Jeff Teague skoruðu 11 stig hver fyrir Atlanta. LeBron James skoraði 28 stig á aðeins 25 mínútum þegar Cleveland Cavaliers vann stórsigur á Washington Wizards, 127-89. Cleveland leiddi með 14 stigum í leikhléi, 65-51, og bætti svo jafnt og þétt við forskotið í seinni hálfleik. Kyrie Irving var öflugur sömuleiðis í liði Cleveland með 25 stig og sjö stoðsendingar. Brasilíumaðurinn Nene og leikstjórnandinn John Wall skoruðu 18 stig hvor fyrir Washington.Úrslitin í nótt: Orlando 95-84 New Orleans Philadelphia 95-106 Indiana Atlanta 80-105 Toronto Detroit 100-91 Chicago New York 87-111 Miami Minnesota 111-109 Phoenix Washington 89-127 Cleveland Dallas 111-100 Houston Milwaukee 89-81 Denver Utah 92-76 Portland Sacramento 109-101 Boston Golden State 110-99 San Antonio LA Lakers 105-114 BrooklynFrábær sending frá Stephen Curry Kyrie Irving vann sitt hvað fyrir sér í sportinu DeMarcus Cousins með tröllatroðslu gegn Boston NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Topplið Vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, átti ekki í miklum vandræðum með að leggja meistara San Antonio Spurs á heimavelli. Golden State var mun sterkari aðilinn en liðið leiddi með 21 stigi, 89-68, eftir þrjá leikhluta. Meistarnir löguðu stöðuna í lokaleikhlutanum en náðu aldrei að ógna forystu Stríðsmannanna. Stephen Curry fór mikinn í liði Golden State með 25 stig og 11 stoðsendingar. Klay Thompson kom næstur með 20 stig en þriggja stiga nýting Stríðsmannanna var frábær í leiknum, eða 51,5%. Toronto vann góðan sigur, 105-80, á Atlanta Hawks í toppslag í Austurdeildinni. Haukarnir tróna þó enn á toppi Austurdeildarinnar, hafa unnið 43 leiki og tapað 12. Toronto kemur þar á eftir með 37 sigra og 17 töp. Lou Williams skoraði 26 stig gegn sínum gömlu félögum en Demar DeRozan kom næstur í liði Toronto með 21 stig. Paul Millsap, Kyle Korver og Jeff Teague skoruðu 11 stig hver fyrir Atlanta. LeBron James skoraði 28 stig á aðeins 25 mínútum þegar Cleveland Cavaliers vann stórsigur á Washington Wizards, 127-89. Cleveland leiddi með 14 stigum í leikhléi, 65-51, og bætti svo jafnt og þétt við forskotið í seinni hálfleik. Kyrie Irving var öflugur sömuleiðis í liði Cleveland með 25 stig og sjö stoðsendingar. Brasilíumaðurinn Nene og leikstjórnandinn John Wall skoruðu 18 stig hvor fyrir Washington.Úrslitin í nótt: Orlando 95-84 New Orleans Philadelphia 95-106 Indiana Atlanta 80-105 Toronto Detroit 100-91 Chicago New York 87-111 Miami Minnesota 111-109 Phoenix Washington 89-127 Cleveland Dallas 111-100 Houston Milwaukee 89-81 Denver Utah 92-76 Portland Sacramento 109-101 Boston Golden State 110-99 San Antonio LA Lakers 105-114 BrooklynFrábær sending frá Stephen Curry Kyrie Irving vann sitt hvað fyrir sér í sportinu DeMarcus Cousins með tröllatroðslu gegn Boston
NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00