Jón Orri missir af lokaumferðunum | Annað glerbrot dregið úr hæl Tómasar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2015 06:00 Tómas verst Finni Atla Magnússyni, leikmanni KR, í bikarúrslitaleiknum. vísir/þórdís Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki Stjörnunni í síðustu tveimur umferðunum í Domino‘s deildinni. Jón lék ekki með Garðbæingum þegar þeir töpuðu fyrir KR í Ásgarði í fyrradag, 100-103, en miðherjinn glímir við ökklameiðsli. „Það eru svo margir leikir núna á stuttum tíma og hann gekk ansi nærri sér í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við gerðum kannski ákveðin mistök að reyna hann á móti Þór. Hann er bara með það slæma ökkla að hann þarf tíma til að jafna sig. Planið er að hann verði klár í úrslitakeppninni,“ sagði Hrafn ennfremur en framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Njarðvík á útivelli og ÍR á heimavelli. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur minna en Haukar og Njarðvík sem sitja í 3. og 4. sæti. Jón Orri er þó ekki eini stóri leikmaðurinn í liði Stjörnunnar sem hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. Í síðustu viku birtist viðtal við Tómas Þórð Hilmarsson, framherja Stjörnunnar, á Vísi þar sem hann sagðist hafa spilað með nokkur glerbrot föst í hælnum í deildarleik gegn Fjölni og í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Tómas harkaði af sér en eftir bikarúrslitaleikinn voru þau glerbrot sem enn voru í hælnum fjarlægð. Eða svo virtist vera. „Það er nú saga að segja frá honum,“ sagði Hrafn við Fréttablaðið í gær. „Það var dregið annað eins brot úr hælnum á honum núna áðan. Ég skil nú ekki hvernig þeir tóku ekki eftir því í fyrra skiptið,“ sagði Hrafn en Tómas spilaði í rúmar 16 mínútur gegn KR í fyrradag, skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. „Svo fór hann í morgun (í gær) og bæklunarlæknir fór með töng þarna inn og náði í annað glerbrot úr hælnum á honum. „Blessunarlega þurfi ekki að opna hann mikið. Þetta er leiðindasvæði, það er lítið blóðflæði þarna og þess vegna grær þetta ekkert rosalega hratt,“ sagði Hrafn sem bindur vonir við að Tómas geti spilað með gegn Njarðvík á mánudaginn. „Hann verður kannski eitthvað aumur en við sjáum allavega fyrir endann á þessu núna,“ sagði Hrafn um lærisvein sinn sem hefur skorað 3,8 stig og tekið 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki Stjörnunni í síðustu tveimur umferðunum í Domino‘s deildinni. Jón lék ekki með Garðbæingum þegar þeir töpuðu fyrir KR í Ásgarði í fyrradag, 100-103, en miðherjinn glímir við ökklameiðsli. „Það eru svo margir leikir núna á stuttum tíma og hann gekk ansi nærri sér í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við gerðum kannski ákveðin mistök að reyna hann á móti Þór. Hann er bara með það slæma ökkla að hann þarf tíma til að jafna sig. Planið er að hann verði klár í úrslitakeppninni,“ sagði Hrafn ennfremur en framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Njarðvík á útivelli og ÍR á heimavelli. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur minna en Haukar og Njarðvík sem sitja í 3. og 4. sæti. Jón Orri er þó ekki eini stóri leikmaðurinn í liði Stjörnunnar sem hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. Í síðustu viku birtist viðtal við Tómas Þórð Hilmarsson, framherja Stjörnunnar, á Vísi þar sem hann sagðist hafa spilað með nokkur glerbrot föst í hælnum í deildarleik gegn Fjölni og í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Tómas harkaði af sér en eftir bikarúrslitaleikinn voru þau glerbrot sem enn voru í hælnum fjarlægð. Eða svo virtist vera. „Það er nú saga að segja frá honum,“ sagði Hrafn við Fréttablaðið í gær. „Það var dregið annað eins brot úr hælnum á honum núna áðan. Ég skil nú ekki hvernig þeir tóku ekki eftir því í fyrra skiptið,“ sagði Hrafn en Tómas spilaði í rúmar 16 mínútur gegn KR í fyrradag, skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. „Svo fór hann í morgun (í gær) og bæklunarlæknir fór með töng þarna inn og náði í annað glerbrot úr hælnum á honum. „Blessunarlega þurfi ekki að opna hann mikið. Þetta er leiðindasvæði, það er lítið blóðflæði þarna og þess vegna grær þetta ekkert rosalega hratt,“ sagði Hrafn sem bindur vonir við að Tómas geti spilað með gegn Njarðvík á mánudaginn. „Hann verður kannski eitthvað aumur en við sjáum allavega fyrir endann á þessu núna,“ sagði Hrafn um lærisvein sinn sem hefur skorað 3,8 stig og tekið 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira