„Hvernig er háttað tollum á franskar kartöflur og hvert er markmiðið með tollunum?“ spyr Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra,
í fyrirspurn sem hann hefur lagt fram á þingi
.
Tilefni fyrirspurnarinnar eru umræður Helga og Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Spurning Helga um franskar kartöflur er fyrsta af nokkrum sem hann mun spyrja.
„Ég mun leggja fram nokkrar fyrirspurnir um ýmsa tolla í þessum frumskógi af tollum sem að við erum með,“ segir hann. „Þetta er bara fyrsta af mörgum.“
