Innlent

Eldur í gömlu sund­höllinni í Kefla­vík

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögregla og slökkvilið fór á vettvang.
Lögregla og slökkvilið fór á vettvang. Dawid Krasnicki

Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um eld í gömlu sundhöllinni í Keflavík.

Gunnar Jón Ólafsson slökkviliðismaður segir að búið sé að slökkva eldinn og að unnið sé að því að reykræsta og ganga frá.

Engin starfsemi er í byggingunni lengur en hún hýsti um tíma Hnefaleikafélag Reykjaness. Lengi hefur staðið til að rífa það.

Gunnar segir að kveikt hafi verið í rusli ofan í gömlu sundlauginni og segist hann sjálfur gruna að einhverjir unglinga bæjarins standi að gjörningnum.

Eldurinn olli engum teljandi skemmdum á byggingunni enda var hún ónýt fyrir, að sögn Gunnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×