Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2025 19:19 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, íbúi í Nuuk, á kjörstað þegar þingkosningarnar þar í landi fóru fram. Aðsend/Inga Dóra Íslendingur í Nuuk segir mikla spennu vera að byggjast upp á Grænlandi vegna ásælni Bandaríkjastjórnar og heimsóknar varaforsetans. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í dag. Í gær, sama dag og ný landsstjórn var kynnt á Grænlandi, heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, herstöð í Pituffik á norðvestanverðu landinu. Þar sagði hann Dani ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. Í þágu heimsfriðar þyrftu Bandaríkin að eignast Grænland. Orð varaforsetans hafa vakið mikla athygli og sagði forsætisráðherra Danmerkur þau ósanngjörn. Utanríkisráðherra landsins birti svo myndbandsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að hingað til hafi ríkt sátt með að friður ríkti á norðurskautinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði,“ sagði Rasmussen. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag. Mótmælendur sögðu Grænland ekki til sölu og að Bandaríkin ættu að hætta að girnast eyjuna. Hálfíslenskur fyrrverandi stjórnmmálamaður á Grænlandi segir þetta skrítna tíma fyrir Grænlendinga. „Núna er umheimurinn búinn að breytast það mikið og við erum komin inn í þetta ferli þar sem þjóðin hefur verið undir miklu álagi í þrjá mánuði og er að reyna að skilja hvað er í gangi. Ríkisstjórn kemur svo saman í gær og þá kom aðeins ró yfir fólk. Endanlega þessi skýru skilaboð, fjórir flokkar, samstarf flokkanna gefur þessa ró en svo byrjar ný spennuuppbygging. Það er of snemmt að segja hvernig þjóðinni líður. Hún er búin að fá smá pásu en við sjáum hvað gerist núna næstu daga,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen. Hún segir þögn annarra ríkja um ágengni Bandaríkjanna koma á óvart. „Það heyrist ekki múkk í neinum ríkjum. Ég skil það mjög vel en manni finnst maður vera svolítið aleinn í heiminum,“ segir Inga Dóra. Grænland Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Í gær, sama dag og ný landsstjórn var kynnt á Grænlandi, heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, herstöð í Pituffik á norðvestanverðu landinu. Þar sagði hann Dani ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. Í þágu heimsfriðar þyrftu Bandaríkin að eignast Grænland. Orð varaforsetans hafa vakið mikla athygli og sagði forsætisráðherra Danmerkur þau ósanngjörn. Utanríkisráðherra landsins birti svo myndbandsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að hingað til hafi ríkt sátt með að friður ríkti á norðurskautinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði,“ sagði Rasmussen. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag. Mótmælendur sögðu Grænland ekki til sölu og að Bandaríkin ættu að hætta að girnast eyjuna. Hálfíslenskur fyrrverandi stjórnmmálamaður á Grænlandi segir þetta skrítna tíma fyrir Grænlendinga. „Núna er umheimurinn búinn að breytast það mikið og við erum komin inn í þetta ferli þar sem þjóðin hefur verið undir miklu álagi í þrjá mánuði og er að reyna að skilja hvað er í gangi. Ríkisstjórn kemur svo saman í gær og þá kom aðeins ró yfir fólk. Endanlega þessi skýru skilaboð, fjórir flokkar, samstarf flokkanna gefur þessa ró en svo byrjar ný spennuuppbygging. Það er of snemmt að segja hvernig þjóðinni líður. Hún er búin að fá smá pásu en við sjáum hvað gerist núna næstu daga,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen. Hún segir þögn annarra ríkja um ágengni Bandaríkjanna koma á óvart. „Það heyrist ekki múkk í neinum ríkjum. Ég skil það mjög vel en manni finnst maður vera svolítið aleinn í heiminum,“ segir Inga Dóra.
Grænland Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02
Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34
Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent