Emwazi sagði að hann hefði verið spurður hvað honum fyndist um hryðjuverkaárásirnar í London 2005 og í New York 2001.
„Saklaust fólk lét lífið. Hvað heldur þú?,“ segir Emwazi að svar sitt hafi verið. Hann segir að árásirnar hafi ekki átt rétt á sér og ef hann gæti myndi hann sjá til þess að þetta fólk væri á lífi í dag.“
Þetta kemur fram á vef Guardian.
Cage hafa birt hljóðupptökur af viðtölum við Emwazi til að sýna fram á að hann hafi ekki orðið öfgafullur fyrr en að leyniþjónustur hafi byrjað að „áreita´“ hann og „ógna“ honum. Guardian segir þó frá því að samtökin hafi verið harðlega gagnrýnd fyrir stuðning sinn við öfgafulla múslima, sem sumir hafi verið dæmdir fyrir hryðjuverk.
Leyniþjónustur Bretlands fylgdust með Emwazi frá 2009 til ársins 2013. Þá var fjölskyldu hans tilkynnt að hann væri kominn til Sýrlands.
Fyrst var byrjað að fylgjast með honum þegar hann reyndi að fara til Sómalíu árið 2009. Þar ætlaði hann að ganga til liðs við al-Shabab hryðjuverkasamtökin. Árið 2013 komst hann til Kúveit, en hann var sendur aftur heim þaðan sama ár.
Þó tókst honum að komast frá Bretlandi og fór hann til Sýrlands.