Fótbolti

HM 2019 í Frakklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA, tilkynnir ákvörðun sambandsins í dag.
Sepp Blatter, forseti FIFA, tilkynnir ákvörðun sambandsins í dag. Vísir/AFP
Í dag var tilkynnt að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafi úthlutað Frakklandi lokakeppni HM í knattspyrnu kvenna árið 2019. HM kvenna fer næst fram í Kanada í sumar.

Um leið var tilkynnt að HM U-20 liða fer fram í Frakklandi árið 2018 en valið stóð á milli Frakklands og Suður-Kóreu um þessar tvær keppnir. Ákvörðun framkvæmdastjórnar FIFA var einróma.

England, Nýja-Sjáland og Suður-Afríka sýndu keppnunum einnig áhuga í upphafi en aðeins tvær þjóðir skiluðu inn formlegum umsóknum í október á síðasta ári.

HM kvenna hefur verið haldið fjórða hvert ár frá 1991 og fer því keppnin fram í sjöunda sinn í sumar. 128 þjóðir tóku þátt í undankeppni HM 2015 en 24 þjóðir taka þátt í lokakeppninni í fyrsta sinn í sumar. Japan er ríkjandi heimsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×