Fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2015 20:00 Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings. Helst er gagnrýnt að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi. En hefur ráðherra umboð til að taka slíka ákvarðanir upp á eigin spítur? Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands segir svo vera. „Lagalega séð og út frá sjónarhóli stjórnskipunarinnar stenst þetta. En mér þykir þetta óeðlilegt í pólitísku samhengi og hvernig væri eðlilegt að virða samráð við alþingi sem þarna hefði átt að eiga sér stað,“ segir hún. Björg segir að í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við sé skýrt ákvæði um utanríkisstefnu í stjórnarskrá. Svo sé ekki hér á landi, og á meðal lagaumhverfið sé svo óljóst geti utanríkisráðherra farið fram með þessum hætti. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. „Ef að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar stendur þá er hún fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir í framtíðinni. Þá geta ríkisstjórnir framtíðarinnar túlkað sinn þingmeirihluta á alþingi bara eftir sínum hag, og mótað utanríkisstefnuna sjálfa. Það gengur beint gegn þingræðishefð landsmanna,“ segir Baldur. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Biföst segir aftur á móti að tíðindin í málinu séu á annan veg en umræðan hefur verið. Stóra málið sé að Gunnar Bragi hafi ekki dregið umsóknina sem slíka formlega til baka. „Ef að það væri viljinn og það sem menn ætluðu sér að gera, þá væri það væntanlega það sem þeir hefðu gert, en gerðu það ekki. Í því finnst mér vera stóru skilaboðin, að þó svo að þeir segi í bréfinu að þeir líti svo á að þeir séu ekki í aðildaviðræðum, þá er umsóknin einfaldlega ekkeri formlega afturkölluð“. Alþingi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings. Helst er gagnrýnt að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi. En hefur ráðherra umboð til að taka slíka ákvarðanir upp á eigin spítur? Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands segir svo vera. „Lagalega séð og út frá sjónarhóli stjórnskipunarinnar stenst þetta. En mér þykir þetta óeðlilegt í pólitísku samhengi og hvernig væri eðlilegt að virða samráð við alþingi sem þarna hefði átt að eiga sér stað,“ segir hún. Björg segir að í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við sé skýrt ákvæði um utanríkisstefnu í stjórnarskrá. Svo sé ekki hér á landi, og á meðal lagaumhverfið sé svo óljóst geti utanríkisráðherra farið fram með þessum hætti. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. „Ef að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar stendur þá er hún fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir í framtíðinni. Þá geta ríkisstjórnir framtíðarinnar túlkað sinn þingmeirihluta á alþingi bara eftir sínum hag, og mótað utanríkisstefnuna sjálfa. Það gengur beint gegn þingræðishefð landsmanna,“ segir Baldur. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Biföst segir aftur á móti að tíðindin í málinu séu á annan veg en umræðan hefur verið. Stóra málið sé að Gunnar Bragi hafi ekki dregið umsóknina sem slíka formlega til baka. „Ef að það væri viljinn og það sem menn ætluðu sér að gera, þá væri það væntanlega það sem þeir hefðu gert, en gerðu það ekki. Í því finnst mér vera stóru skilaboðin, að þó svo að þeir segi í bréfinu að þeir líti svo á að þeir séu ekki í aðildaviðræðum, þá er umsóknin einfaldlega ekkeri formlega afturkölluð“.
Alþingi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent