„Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2025 16:08 Enn eru mál Ásthildar Lóu rædd af kappi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu gekk Sigríður Á Andersen á Kristrúnu Frostadóttur og spurði hvort hún teldi Ásthildi hafa unnið sér eitthvað það til óhelgi að Kristrún gæti ekki hugsað sér að starfa með henni. Kristrúnu líkaði ekki tónninn í fyrirspurn Sigríðar. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins gekk á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu og spurði nánar út í mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Kristrún kunni ekki að meta spurninguna né tóninn í röddu Sigríðar. Óhætt er að segja að heitt hafi verið í kolum á þinginu nú fyrir stundu, í óundirbúnum fyrirspurnartíma en þar var meðal annarra Kristrún Frostadóttir til svara. Sigríður Á. Andersen telur ekki öll kurl komin til grafar í máli er varðar afsögn barna- og menntamálaráðherra. Og hún vildi enn vita hvort og þá hvernig Kristrún, og þá forysta ríkisstjórnarinnar, hafi hlutast til um afsögn Ásthildar. Telur forsætisráðherra nú sig hafa staðið með Ásthildi Lóu? „RÚV hefur beðist afsökunar og rykið er sest,“ sagði Sigríður og rakti málið. Ljóst er að henni þykir nú sem ástæður afsagnarinnar væru ræfilslegar. Eða hvað? „Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, verkstjóra þessarar ríkisstjórnar, hvers vegna ráðherra sagði af sér,“ sagði Sigríður og vitnaði í forsætisráðherra sem mun hafa sagt að málið væri „auðvitað alvarlegt“. Hvort hún væri enn þeirrar skoðunar; telur hún ráðherra hafa brotið lög eða sýnt af sér svo ámælisverða hegðun að forsætisráðherra geti ekki hugsað sér að vinna með henni?“ Sigríður vildi vita hvort Kristrún hafi gert eitthvað til að styðja Ásthildi Lóu? Kristrún sagði það rétt að nokkrir dagar væru liðnir frá því að barnamálaráðherra tók það upp hjá sjálfri sér að segja af sér. Málið hafi verið til umræðu á þinginu og hún hefði í sjálfu sér engin önnur svör nú en þá. En sagði sér að meinalausu að ítreka að henni þætti viðbrögð Ásthildar Lóu ekki eðlileg, að setja sig í samband við þann sem sendi kvörtunina til forsætisráðuneytisins. En það væri ekki hennar að svara til um persónulega ákvörðun Ásthildar Lóu. Alvarlegar ásakanir Sigríðar Sigríði þótti augljóslega ekki mikið til svara Kristrúnar komu og herti tökin: „Það hafi verið eftirmálar, en ekki fréttin sjálf! Að þáverandi ráðherra hún hafi vogað sér að hafa samband við manneskju út í bæ sem varðaði barn hennar. Ekki um pólitík. Það blasir við að ríkisstjórninni barst hótun utan úr bæ, henni voru settir afarkostir, utan úr bæ, var kallað eftir því að ráðherra viki.“ Kristrún kunni ekki að meta þann tón sem hún þóttist greina í röddu Sigríðar Á Andersen í fyrirspurnartíma nú rétt í þessu.vísir/vilhelm Sigríður spurði hvernig það mætti vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar sætu klukkustundum saman yfir málinu og kæmust svo að þeirri niðurstöðu að ráðherrann segði af sér. Þingið og þjóðin eigi rétt á því að vita hvernig í pottinn sé búið með þetta mál. Kristrún sagðist ekki kunna að meta þann tón sem hún taldi sig greina í röddu Sigríðar. „Það hefur hvergi komið fram, það eru engin merki um það að einhver hafi verið neyddur til að segja af sér. Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti,“ sagði Kristrún þá. Hún ítrekaði að ákvörðunin um afsögn hafi verið Ásthildar Lóu og sagðist vera að svara spurningunni þegar frammíköll bárust utan úr sal. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Miðflokkurinn Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Óhætt er að segja að heitt hafi verið í kolum á þinginu nú fyrir stundu, í óundirbúnum fyrirspurnartíma en þar var meðal annarra Kristrún Frostadóttir til svara. Sigríður Á. Andersen telur ekki öll kurl komin til grafar í máli er varðar afsögn barna- og menntamálaráðherra. Og hún vildi enn vita hvort og þá hvernig Kristrún, og þá forysta ríkisstjórnarinnar, hafi hlutast til um afsögn Ásthildar. Telur forsætisráðherra nú sig hafa staðið með Ásthildi Lóu? „RÚV hefur beðist afsökunar og rykið er sest,“ sagði Sigríður og rakti málið. Ljóst er að henni þykir nú sem ástæður afsagnarinnar væru ræfilslegar. Eða hvað? „Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, verkstjóra þessarar ríkisstjórnar, hvers vegna ráðherra sagði af sér,“ sagði Sigríður og vitnaði í forsætisráðherra sem mun hafa sagt að málið væri „auðvitað alvarlegt“. Hvort hún væri enn þeirrar skoðunar; telur hún ráðherra hafa brotið lög eða sýnt af sér svo ámælisverða hegðun að forsætisráðherra geti ekki hugsað sér að vinna með henni?“ Sigríður vildi vita hvort Kristrún hafi gert eitthvað til að styðja Ásthildi Lóu? Kristrún sagði það rétt að nokkrir dagar væru liðnir frá því að barnamálaráðherra tók það upp hjá sjálfri sér að segja af sér. Málið hafi verið til umræðu á þinginu og hún hefði í sjálfu sér engin önnur svör nú en þá. En sagði sér að meinalausu að ítreka að henni þætti viðbrögð Ásthildar Lóu ekki eðlileg, að setja sig í samband við þann sem sendi kvörtunina til forsætisráðuneytisins. En það væri ekki hennar að svara til um persónulega ákvörðun Ásthildar Lóu. Alvarlegar ásakanir Sigríðar Sigríði þótti augljóslega ekki mikið til svara Kristrúnar komu og herti tökin: „Það hafi verið eftirmálar, en ekki fréttin sjálf! Að þáverandi ráðherra hún hafi vogað sér að hafa samband við manneskju út í bæ sem varðaði barn hennar. Ekki um pólitík. Það blasir við að ríkisstjórninni barst hótun utan úr bæ, henni voru settir afarkostir, utan úr bæ, var kallað eftir því að ráðherra viki.“ Kristrún kunni ekki að meta þann tón sem hún þóttist greina í röddu Sigríðar Á Andersen í fyrirspurnartíma nú rétt í þessu.vísir/vilhelm Sigríður spurði hvernig það mætti vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar sætu klukkustundum saman yfir málinu og kæmust svo að þeirri niðurstöðu að ráðherrann segði af sér. Þingið og þjóðin eigi rétt á því að vita hvernig í pottinn sé búið með þetta mál. Kristrún sagðist ekki kunna að meta þann tón sem hún taldi sig greina í röddu Sigríðar. „Það hefur hvergi komið fram, það eru engin merki um það að einhver hafi verið neyddur til að segja af sér. Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti,“ sagði Kristrún þá. Hún ítrekaði að ákvörðunin um afsögn hafi verið Ásthildar Lóu og sagðist vera að svara spurningunni þegar frammíköll bárust utan úr sal.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Miðflokkurinn Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent