Íslenska sautján ára landslið kvenna gengur ekki vel að komast til Færeyja þar sem liðið á að spila í undankeppni EM um helgina.
Það er ófært frá Danmörku til Færeyja og því þarf íslenski hópurinn að gista í Kaupmannahöfn en íslenska liðið þurfti að fljúga í gegnum Köben á leið sinni til Þórshafnar.
Íslenska liðið er í riðli með Rússlandi, Tékklandi og Færeyjum en fyrsti leikur liðsins er á móti heimastúlkum á morgun.
Íslenska liðið mun reyna að komast til Færeyja á morgun en leikur liðsins er settur á klukkan sjö um kvöldið. Liðið mætir Rússum á laugardaginn og Tékkum á sunnudaginn.
Færeyjar eru að senda yngri landslið kvenna til keppni í fyrsta sinn síðan 2001.
Tvær efstu þjóðirnar í riðlinum komast í úrslitakeppnina sem fer fram í Makedóníu 13. til 23. ágúst 2015.
Íslenski hópurinn er þannig skipaður:
Alexandra Diljá Birkisdóttir Valur
Andrea Jacobsen Fjölnir
Ásta Björt Júlíusdóttir ÍBV
Ástríður Glódís Gísladóttir Fylkir
Berglind Benediktsdóttir Fjölnir
Elín Helga Lárusdóttir Grótta
Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir Fram
Elva Arinbjarnar HK
Eyrún Ósk Hjartardóttir Fylkir
Helena Ósk Kristjánsdóttir Fjölnir
Karen Tinna Demian ÍR
Kristín Arndís Ólafsdóttir Valur
Lovísa Thompson Grótta
Mariam Eradze AS Cannes
Ragnhildur Edda Þórðardóttir HK
Sandra Erlingsdóttir Hypo NÖ
Selma Jóhannsdóttir Grótta
Sunna Guðrún Pétursdóttir KA/Þór
Þóra Guðný Arnarsdóttir ÍBV
Þórunn Sigurbjörnsdóttir KA/Þór
Þjálfarar eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.
