Múslimarnir okkar: „Lærðu að segja As-salamu alaykum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2015 21:56 Gústaf Níelsson, Margrét Friðriksdóttir, Soumia Islami, Helgi Hrafn Gunnarsson og Salmann Tamimi tóku þátt í umræðunum. Helgi Hrafn Gunnarsson, Salmann Tamimi, Soumia Islami, Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Níelsson tóku þátt í umræðum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í tengslum við þáttinn Múslimarnir okkar. Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar og var meðal annars rætt um byggingu mosku á Íslandi, Pegida-samtökin og meinta íslamsvæðingu Evrópu. Þá velti Lóa Pind því upp hvað væri hægt að gera til að mæta þeim ótta sem virðist búa í brjósti Íslendinga gagnvart múslimum. „Ég held satt best að segja að það sé verið að yfirgera þennan ótta, óttinn er ekki neitt sérstakur. Ég held að flestir Íslendingar spyrji sig hvaða erindi á íslam við þetta litla friðsæla samfélag. Ég hugsa að flestum þyki þetta eins og óboðinn gestur,“ sagði Gústaf. Þá minntist Margrét á sjaría-lög: „Það sem ég óttast við íslam eru þessi sjaría-lög. Mér finnst þau stórhættuleg, þau stangast á við íslenskt samfélag, íslensk lög.“ Soumia Islami sagði sömu lög og reglur gilda fyrir alla á Íslandi. „Það er trúfrelsi fyrir alla og trú á ekki að koma nálægt lögum og reglum á Íslandi. Ég vil hafa kristið fólk í kringum mig og ég vil ekki að íslam taki yfir eða neitt slíkt. En múslimar á Íslandi eiga að hafa sömu réttindi og allir aðrir“ Helgi Hrafn sagði múslima ekki vera að ná völdum. „Það eru þrír sjálfkallaðir nýfasistar á Evrópuþinginu. Núll íslamistar. Það komust tveir menn inn í borgarstjórn núna í síðustu kosningum út á þetta moskumál. Núll íslamistar. Múslimar eru ekki að ná völdum, sjaría er ekki á leiðinni. Við þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka sem er rísandi hér eins og annars staðar í Evrópu. Varðandi það hvernig við getum unnið bug á óttanum við múslima, lærðu að heilsa þeim. Lærðu að segja As-salamu alaykum.“ „Við erum partur af samfélaginu. Það er bara lágkúrulegt að við séum á 21. öldinni og enn að hugsa eins og við séum á 18. öld. „Þetta erum við og þetta eru þið.“ Tölum um hvað múslimar eru að gera á Íslandi,“ sagði Salmann Tamimi. Umræðuþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 „Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51 „Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, Salmann Tamimi, Soumia Islami, Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Níelsson tóku þátt í umræðum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í tengslum við þáttinn Múslimarnir okkar. Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar og var meðal annars rætt um byggingu mosku á Íslandi, Pegida-samtökin og meinta íslamsvæðingu Evrópu. Þá velti Lóa Pind því upp hvað væri hægt að gera til að mæta þeim ótta sem virðist búa í brjósti Íslendinga gagnvart múslimum. „Ég held satt best að segja að það sé verið að yfirgera þennan ótta, óttinn er ekki neitt sérstakur. Ég held að flestir Íslendingar spyrji sig hvaða erindi á íslam við þetta litla friðsæla samfélag. Ég hugsa að flestum þyki þetta eins og óboðinn gestur,“ sagði Gústaf. Þá minntist Margrét á sjaría-lög: „Það sem ég óttast við íslam eru þessi sjaría-lög. Mér finnst þau stórhættuleg, þau stangast á við íslenskt samfélag, íslensk lög.“ Soumia Islami sagði sömu lög og reglur gilda fyrir alla á Íslandi. „Það er trúfrelsi fyrir alla og trú á ekki að koma nálægt lögum og reglum á Íslandi. Ég vil hafa kristið fólk í kringum mig og ég vil ekki að íslam taki yfir eða neitt slíkt. En múslimar á Íslandi eiga að hafa sömu réttindi og allir aðrir“ Helgi Hrafn sagði múslima ekki vera að ná völdum. „Það eru þrír sjálfkallaðir nýfasistar á Evrópuþinginu. Núll íslamistar. Það komust tveir menn inn í borgarstjórn núna í síðustu kosningum út á þetta moskumál. Núll íslamistar. Múslimar eru ekki að ná völdum, sjaría er ekki á leiðinni. Við þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka sem er rísandi hér eins og annars staðar í Evrópu. Varðandi það hvernig við getum unnið bug á óttanum við múslima, lærðu að heilsa þeim. Lærðu að segja As-salamu alaykum.“ „Við erum partur af samfélaginu. Það er bara lágkúrulegt að við séum á 21. öldinni og enn að hugsa eins og við séum á 18. öld. „Þetta erum við og þetta eru þið.“ Tölum um hvað múslimar eru að gera á Íslandi,“ sagði Salmann Tamimi. Umræðuþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 „Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51 „Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
„Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51
„Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53
„Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00