Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Atli ÍSleifsson skrifar 27. mars 2015 22:28 Fjöldi kvenna mætti berbrjósta í Laugardalslaugina á fimmtudagskvöld. Vísir/Vilhelm „Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm.“ Þetta segir í ályktun Kvenréttindafélags Íslands sem samþykkt var fyrr í dag. „Það er ekki hægt að panta byltingu, hvorki hvenær hún gerist né hvernig. Byltingar eru í eðli sínu sjálfsprottnar, á bak við þær fólk sem tekur höndum saman og krefst þess að samfélagið breytist. Kvenréttindafélag Íslands er sprottið upp úr einni þvílíkri byltingu, þegar konur risu á fætur og kröfðust þess að fá fullt aðgengi að stofnunum samfélagsins, að fá sjálfan kosningaréttinn. Og nú, rúmlega 100 árum síðar, sitjum við á kantinum og blásum eins fast og við getum í hvatningalúðrana, og hvetjum áfram byltingahetjurnar, feminískar konur í menntaskólum, háskólum og jafnvel grunnskólum landsins. Þessar konur lifa og hrærast í heimi sem formæður þeirra ættu erfitt með að ímynda sér, í stafrænum heimi veraldarvefsins. En ógnirnar sem þær takast á við eru þó gamalkunnugar og rótgrónar. Konur á veraldarvefnum þurfa að takast á við áreitni, við hótanir, við ofsóknir, við kynferðislegt ofbeldi. Ein birtingarmynd þessa ofbeldis er svokallað hrelliklám, þegar ljósmyndum sem sýna einstaklinga nakta og/eða á kynferðislegan máta er dreift án samþykkis þess sem á myndinni er. Í samfélaginu í dag, líkt og fyrir hundrað árum, ganga líkamar kvenna kaupum og sölum. Við búum enn í samfélagi þar sem konur eru markaðsvörur. Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm. Samtakamáttur íslenskra kvenna hefur gjörbreytt íslensku samfélagi síðustu hundrað árin, og skapað okkur betri heim. Enn og aftur standa konur saman, nú á veraldarvefnum, og krefjast þess að samfélagið virði yfirráðarétt kvenna yfir eigin lífi og líkama, að skömmin sem konur hafa dröslast með í gegnum aldirnar séu færðar á sinn rétta stað, í faðm þeirra sem vilja eigna sér og misnota líkama annarra. Þær konur sem hafa hafa tekið þátt í #freethenipple hreyfingunni munu finna fyrir ógnarkrafti feðraveldisins sem þær berjast á móti. Við því vill stjórn Kvenréttindafélagsins segja: Ef þið finnið fyrir mótlætinu, þá getið verið fullvissar um að þið séuð að gera eitthvað rétt. Við berum í (kappklæddum) brjóstum okkar fullan stuðning við aðgerðir ykkar og hlökkum til að takast á við feðraveldið í nýrri mynd,“ segir í ályktuninni. #FreeTheNipple Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
„Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm.“ Þetta segir í ályktun Kvenréttindafélags Íslands sem samþykkt var fyrr í dag. „Það er ekki hægt að panta byltingu, hvorki hvenær hún gerist né hvernig. Byltingar eru í eðli sínu sjálfsprottnar, á bak við þær fólk sem tekur höndum saman og krefst þess að samfélagið breytist. Kvenréttindafélag Íslands er sprottið upp úr einni þvílíkri byltingu, þegar konur risu á fætur og kröfðust þess að fá fullt aðgengi að stofnunum samfélagsins, að fá sjálfan kosningaréttinn. Og nú, rúmlega 100 árum síðar, sitjum við á kantinum og blásum eins fast og við getum í hvatningalúðrana, og hvetjum áfram byltingahetjurnar, feminískar konur í menntaskólum, háskólum og jafnvel grunnskólum landsins. Þessar konur lifa og hrærast í heimi sem formæður þeirra ættu erfitt með að ímynda sér, í stafrænum heimi veraldarvefsins. En ógnirnar sem þær takast á við eru þó gamalkunnugar og rótgrónar. Konur á veraldarvefnum þurfa að takast á við áreitni, við hótanir, við ofsóknir, við kynferðislegt ofbeldi. Ein birtingarmynd þessa ofbeldis er svokallað hrelliklám, þegar ljósmyndum sem sýna einstaklinga nakta og/eða á kynferðislegan máta er dreift án samþykkis þess sem á myndinni er. Í samfélaginu í dag, líkt og fyrir hundrað árum, ganga líkamar kvenna kaupum og sölum. Við búum enn í samfélagi þar sem konur eru markaðsvörur. Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm. Samtakamáttur íslenskra kvenna hefur gjörbreytt íslensku samfélagi síðustu hundrað árin, og skapað okkur betri heim. Enn og aftur standa konur saman, nú á veraldarvefnum, og krefjast þess að samfélagið virði yfirráðarétt kvenna yfir eigin lífi og líkama, að skömmin sem konur hafa dröslast með í gegnum aldirnar séu færðar á sinn rétta stað, í faðm þeirra sem vilja eigna sér og misnota líkama annarra. Þær konur sem hafa hafa tekið þátt í #freethenipple hreyfingunni munu finna fyrir ógnarkrafti feðraveldisins sem þær berjast á móti. Við því vill stjórn Kvenréttindafélagsins segja: Ef þið finnið fyrir mótlætinu, þá getið verið fullvissar um að þið séuð að gera eitthvað rétt. Við berum í (kappklæddum) brjóstum okkar fullan stuðning við aðgerðir ykkar og hlökkum til að takast á við feðraveldið í nýrri mynd,“ segir í ályktuninni.
#FreeTheNipple Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira