Aron og HSÍ ekki í viðræðum: "Maður bíður ekki fram í júní með að ákveða sig“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 27. mars 2015 15:07 Aron Kristjánsson er ekki í viðræðum um lengri samning við Guðmund B. og HSÍ. vísir/eva björk/vilhelm „Ég heyrði af þessu rétt áðan,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, um þær fregnir að Aron Kristjánsson myndi hætta þjálfun danska liðsins KIF Kolding Köbenhavn í sumar. Aron er einnig landsliðsþjálfari Íslands en samningur hans við HSÍ rennur út í sumar. „Nú einbeitum við okkur að því að undirbúa liðið fyrir mikilvæga leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2016. Það er því ekkert nýtt í samningaviðræðunum.“ Hann segist ekki útiloka neitt hvað framhaldið varðar en að staðan yrði metin út frá gengi liðsins og hvort það komist á lokakeppni EM í Póllandi. „Við eigum enn eftir að klára okkar umræðu - fara yfir árangurinn og hvert við stefnum. En það er ekki nokkur spurning að ég tel að Aron sé mjög góður kostur fyrir landsliðið.“Aron rætt við Hauka Gamla starfið hans Arons hjá Haukum losnar í sumar þegar Patrekur Jóhannesson lætur af störfum, en Aron viðurkennir í samtali við Vísi að hafa rætt lauslega við sína gömlu yfirmenn á Ásvöllum. „Ég hef rætt lauslega við þá þar sem þessi staða hjá Kolding hefur verið í deiglunni í svolítinn tíma. Maður hefur auðvitað spáð hvað tekur við,“ segir Aron við Vísi. Ljóst er að taki hann við Haukum verður hann ekki áfram landsliðsþjálfari. Það féll í grýttan jarðveg hjá félögunum í deildinni þegar Aron stýrði Haukaliðinu fyrsta árið sitt með landsliðið. „Það er ljóst að maður bíður ekki fram í miðjan júní með að ákveða sig,“ segir Aron sem endurspeglar orð formannsins um samningaviðræðurnar. „Það hafa engar formlegar viðræður átt sér stað. Maður er bara að einbeita sér að leikjunum í undankeppninni,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Ég heyrði af þessu rétt áðan,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, um þær fregnir að Aron Kristjánsson myndi hætta þjálfun danska liðsins KIF Kolding Köbenhavn í sumar. Aron er einnig landsliðsþjálfari Íslands en samningur hans við HSÍ rennur út í sumar. „Nú einbeitum við okkur að því að undirbúa liðið fyrir mikilvæga leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2016. Það er því ekkert nýtt í samningaviðræðunum.“ Hann segist ekki útiloka neitt hvað framhaldið varðar en að staðan yrði metin út frá gengi liðsins og hvort það komist á lokakeppni EM í Póllandi. „Við eigum enn eftir að klára okkar umræðu - fara yfir árangurinn og hvert við stefnum. En það er ekki nokkur spurning að ég tel að Aron sé mjög góður kostur fyrir landsliðið.“Aron rætt við Hauka Gamla starfið hans Arons hjá Haukum losnar í sumar þegar Patrekur Jóhannesson lætur af störfum, en Aron viðurkennir í samtali við Vísi að hafa rætt lauslega við sína gömlu yfirmenn á Ásvöllum. „Ég hef rætt lauslega við þá þar sem þessi staða hjá Kolding hefur verið í deiglunni í svolítinn tíma. Maður hefur auðvitað spáð hvað tekur við,“ segir Aron við Vísi. Ljóst er að taki hann við Haukum verður hann ekki áfram landsliðsþjálfari. Það féll í grýttan jarðveg hjá félögunum í deildinni þegar Aron stýrði Haukaliðinu fyrsta árið sitt með landsliðið. „Það er ljóst að maður bíður ekki fram í miðjan júní með að ákveða sig,“ segir Aron sem endurspeglar orð formannsins um samningaviðræðurnar. „Það hafa engar formlegar viðræður átt sér stað. Maður er bara að einbeita sér að leikjunum í undankeppninni,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira