Flóttamenn ekki fleiri í 22 ár Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2015 14:26 Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra. Vísir/EPA Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segja fjölda flóttafólks í fyrra vera þann hæsta í 22 ár. Þar spila átökin í Írak og Sýrlandi mest inn í. Áætlaður fjöldi hælisumsókna í iðnvæddum löndum var 866 þúsund, sem er aukning um 45 prósent frá 2013. Talan var einungis hærri árið 1992 þegar átökin í Bosníu og Hersegóvínu hófust. „Á tíunda áratugnum olli Balkanstríðið því að hundruð þúsunda flúðu heimili sín og sóttu um hæli annarsstaðar,“ segir Antónío Guterres, yfirmaður UNHCR í tilkynningu. „Fjölmörg þeirra fundu skjól í iðnvæddum þjóðum Evrópu, Norður Ameríku og víðar.“ Hann segir ástandið í dag vera svipað og þá, en ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Sýrlandi. „Viðbrögð okkar verða nú að vera eins góð og þau voru þá, að bjóða fólki hæli, tækifæri og vörn fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja þessi hræðilegu átök.“Flestir sóttu um hæli í Þýskalandi Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra, alls tæplega 150 þúsund umsóknir, eða um fimmtungur allra umsókna. Tæplega 70 þúsund Írakar sóttu um hæli í fyrra og um 60 þúsund Afganar. Flestir þeirra sóttu um hæli í Þýskalandi, eða um 173 þúsund. Þá fengu Bandaríkin um 121 þúsund umsóknir, en þær voru flestar frá fólki frá Mexíkó og Suður-Ameríku. Við lok ársins 2014 voru um ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi í Tyrklandi. Alls sóttu tæplega 90 þúsund þeirra um hæli þar. Rúmlega 75 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð og 64 þúsund í Ítalíu. Á vef UNHCR kemur fram að um 265 þúsund manns frá Úkraínu hafi sótt um tímabundið skjól í Rússlandi og 5.800 sóttu um hæli. Alls sóttu 15.700 Úkraínumenn um hæli í iðnvæddum löndum í fyrra, en sú tala hækkaði úr 1.400 á milli ára. Um 60 prósent allrahælisleitenda sóttu um hæli í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ítalíu. Hlutfallið í Svíþjóð var 24,4 hælisleitendur á hverja þúsund íbúa og var það hæsta hlutfallið í fyrra. Flóttamenn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segja fjölda flóttafólks í fyrra vera þann hæsta í 22 ár. Þar spila átökin í Írak og Sýrlandi mest inn í. Áætlaður fjöldi hælisumsókna í iðnvæddum löndum var 866 þúsund, sem er aukning um 45 prósent frá 2013. Talan var einungis hærri árið 1992 þegar átökin í Bosníu og Hersegóvínu hófust. „Á tíunda áratugnum olli Balkanstríðið því að hundruð þúsunda flúðu heimili sín og sóttu um hæli annarsstaðar,“ segir Antónío Guterres, yfirmaður UNHCR í tilkynningu. „Fjölmörg þeirra fundu skjól í iðnvæddum þjóðum Evrópu, Norður Ameríku og víðar.“ Hann segir ástandið í dag vera svipað og þá, en ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Sýrlandi. „Viðbrögð okkar verða nú að vera eins góð og þau voru þá, að bjóða fólki hæli, tækifæri og vörn fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja þessi hræðilegu átök.“Flestir sóttu um hæli í Þýskalandi Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra, alls tæplega 150 þúsund umsóknir, eða um fimmtungur allra umsókna. Tæplega 70 þúsund Írakar sóttu um hæli í fyrra og um 60 þúsund Afganar. Flestir þeirra sóttu um hæli í Þýskalandi, eða um 173 þúsund. Þá fengu Bandaríkin um 121 þúsund umsóknir, en þær voru flestar frá fólki frá Mexíkó og Suður-Ameríku. Við lok ársins 2014 voru um ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi í Tyrklandi. Alls sóttu tæplega 90 þúsund þeirra um hæli þar. Rúmlega 75 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð og 64 þúsund í Ítalíu. Á vef UNHCR kemur fram að um 265 þúsund manns frá Úkraínu hafi sótt um tímabundið skjól í Rússlandi og 5.800 sóttu um hæli. Alls sóttu 15.700 Úkraínumenn um hæli í iðnvæddum löndum í fyrra, en sú tala hækkaði úr 1.400 á milli ára. Um 60 prósent allrahælisleitenda sóttu um hæli í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ítalíu. Hlutfallið í Svíþjóð var 24,4 hælisleitendur á hverja þúsund íbúa og var það hæsta hlutfallið í fyrra.
Flóttamenn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira