Páll Óskar komst ekki í Eurovision: „Olli mér gífurlegum vonbrigðum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. mars 2015 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrum Eurovisionfari, gerði árið 2007 tilraun til að taka þátt í söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva með laginu Allt fyrir Ástina. Hann sendi lagið í undankeppni RÚV en var hafnað á þeim forsendum að einn lagahöfundanna var sænskur. „Þetta olli mér gífurlegum vonbrigðum á sínum tíma. En þá kváðu reglurnar hjá RÚV á um það að allir lagahöfundar og textahöfundar yrðu að vera af íslensku bergi brotnir,“ sagi Páll Óskar í hlaðvarpsþættinum Eurovísi sem birtur var í gær. Hann var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, miðborgarstjóra og fyrrum Eurovision-kynni. Árið 2008 var reglunum breytt þannig að tveir þriðju hluta lagsins og helmingur texta séu eftir íslenska höfunda.Sjá einnig: Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar og Jakob Frímann voru báðir afar gagnrýnir á strangar reglur RíkisútvarpsinsEins og að láta handboltamenn fá kartöflur „Mörður Árnason kom með það að það mætti alls ekki hafa lagið á ensku þó svo að keppnin fari fram á ensku að mestu leyti. Það hefur gilt til dagsins í dag að öll undankeppnin þarf að vera á íslensku. Þetta er svona eisn og að senda handboltalandsliðið í æfingabúðir með kartöflupoka sem þeir kasta á milli sín og svo fara þeir á vettvang og fá þá handbolta til að keppa með,“ sagði Jakob Frímann. Jakob sagðist hafa rætt þetta margoft við bæði útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Hann er á þeirri skoðun að það eigi að vera ákvörðun höfundarins á hvaða tungumáli hann vilji semja lagið, það séu grundvallarmannréttindi.Páll Óskar keppti árið 1997 í Eurovision.„Með fullri virðingu fyrir ríkissjónvarpið er ekki „in da pop industri,“ frekar en 365 en 365 þó meira ýfir að líkindum. [...] Það að ein sjónvarpsstöð sé að véla um það hvernig eigi að gera þetta, hver eigi að gera hvað, hvernig lagið eigi að vera eða megi vera. Þeir eiga að láta það fagfélögum og fagmönnum eftir ef við viljum ná betri árangri en við höfum almennt verið að ná,“ sagði Jakob. Plata Páls Óskars, Allt fyrir ástina, var gefin út árið 2007 og naut gríðarlegra vinsælda hér á landi. Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd með lagið Valentine‘s lost, en þrátt fyrir frábæra frammistöðu komst hann ekki upp úr undanúrslitunum. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins syngur Páll Óskar Eurovision-lagið sitt frá árinu 1997 og leikur Ásgeir Ásgeirsson undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrum Eurovisionfari, gerði árið 2007 tilraun til að taka þátt í söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva með laginu Allt fyrir Ástina. Hann sendi lagið í undankeppni RÚV en var hafnað á þeim forsendum að einn lagahöfundanna var sænskur. „Þetta olli mér gífurlegum vonbrigðum á sínum tíma. En þá kváðu reglurnar hjá RÚV á um það að allir lagahöfundar og textahöfundar yrðu að vera af íslensku bergi brotnir,“ sagi Páll Óskar í hlaðvarpsþættinum Eurovísi sem birtur var í gær. Hann var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, miðborgarstjóra og fyrrum Eurovision-kynni. Árið 2008 var reglunum breytt þannig að tveir þriðju hluta lagsins og helmingur texta séu eftir íslenska höfunda.Sjá einnig: Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar og Jakob Frímann voru báðir afar gagnrýnir á strangar reglur RíkisútvarpsinsEins og að láta handboltamenn fá kartöflur „Mörður Árnason kom með það að það mætti alls ekki hafa lagið á ensku þó svo að keppnin fari fram á ensku að mestu leyti. Það hefur gilt til dagsins í dag að öll undankeppnin þarf að vera á íslensku. Þetta er svona eisn og að senda handboltalandsliðið í æfingabúðir með kartöflupoka sem þeir kasta á milli sín og svo fara þeir á vettvang og fá þá handbolta til að keppa með,“ sagði Jakob Frímann. Jakob sagðist hafa rætt þetta margoft við bæði útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Hann er á þeirri skoðun að það eigi að vera ákvörðun höfundarins á hvaða tungumáli hann vilji semja lagið, það séu grundvallarmannréttindi.Páll Óskar keppti árið 1997 í Eurovision.„Með fullri virðingu fyrir ríkissjónvarpið er ekki „in da pop industri,“ frekar en 365 en 365 þó meira ýfir að líkindum. [...] Það að ein sjónvarpsstöð sé að véla um það hvernig eigi að gera þetta, hver eigi að gera hvað, hvernig lagið eigi að vera eða megi vera. Þeir eiga að láta það fagfélögum og fagmönnum eftir ef við viljum ná betri árangri en við höfum almennt verið að ná,“ sagði Jakob. Plata Páls Óskars, Allt fyrir ástina, var gefin út árið 2007 og naut gríðarlegra vinsælda hér á landi. Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd með lagið Valentine‘s lost, en þrátt fyrir frábæra frammistöðu komst hann ekki upp úr undanúrslitunum. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins syngur Páll Óskar Eurovision-lagið sitt frá árinu 1997 og leikur Ásgeir Ásgeirsson undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30