Bræðurnir í GameTíví öttu á dögunum kappi við félagana í Hraðfréttum. Í kepnninni þurftu Óli og Fannar að spila Call of duty blindandi með leiðbeiningum frá Svessa og Benna.
Fyrst var keppt í hnífabardaga í afmörkuðu rými, en eitthvað gekk illa að fá Óla og Fannar til að svindla ekki. Svo var barist með byssum.
Til að sjá hverjir vinna í þessum æsispennandi og „epísku“ bardögum er hægt að horfa á keppnina hér að neðan.