Sex háttsettir lögreglustjórar hafa verið reknir eftir árásina á Bardo-safnið í Túsisborg í síðustu viku. Talsmaður Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, greindi frá þessu.
Rúmlega tuttugu manns fórust í árásinni og voru flest fórnarlambanna erlendir ferðamenn.
Beji Caid Essebsi Túnisforseti greindi frá því um helgina að brestir í öryggismálum hafi leitt til að hryðjuverkaárásin hafi haft svo skelfilegar afleiðingar líkt og raun bar vitni.
Í frétt SVT kemur fram að þeir öryggisverðir sem hefðu átt að standa vörð við inngang safnsins hafi verið í kaffipásu þegar árásarmennirnir hófu skothríðina fyrir utan safnið.
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Lögreglustjórar reknir í Túnisborg

Tengdar fréttir

Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar
Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag.

ISIS segist bera ábyrgð á árásinni í Túnis
Óstaðfest en svipar til árása samtakanna, sem hafa kallað eftir árásum í Túnis.

Spænsk hjón földu sig á Bardo-safninu í sólarhring
Hjónin földu sig eftir að þeim varð ljóst að hryðjuverkamenn höfðu skotið fjölda fólks til bana á safninu.

Þriðji árásarmaðurinn gengur enn laus
Forseti Túnis segir að þrír menn, ekki tveir, hafi staðið á bak við árásina í Bardo-safninu.

Árásarmennirnir í Túnis nafngreindir
Beji Caid Essebsi, forseti Túnis, segir landið nú eiga í stríði gegn hryðjuverkum. Nítján fórust í árás gærdagsins í Túnisborg.