Elvar Páll með tvennu í fyrsta leiknum fyrir Leikni | ÍA og Valur á góðu róli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 22:30 Elvar Páll byrjar vel í Leiknisbúningnum. mynd/leiknir.com Fimm leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag. Skagamenn svöruðu fyrir tapið gegn Val í síðustu umferð með 2-1 sigri á Keflavík í Akraneshöllinni. Öll mörkin komu á fyrstu 12 mínútum leiksins. Arsenij Buinickj kom ÍA yfir á 6. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Leonard Sigurðsson jafnaði metin á 11. mínútu en aðeins mínútu síðar kom Garðar Gunnlaugsson Skagamönnum aftur yfir og þar við sat. ÍA er í toppsæti riðils 3 með 15 stig, fjórum meira en Valur sem vann 0-2 sigur á Fjarðabyggð fyrir austan. Orri Sigurður Ómarsson og Ragnar Þór Gunnarsson skoruðu mörk Valsmanna í seinni hálfleik. Í sama riðli vann Grindavík stórsigur á Þór í Boganum, 2-6. Staðan var 0-4 í hálfleik en þeir Óli Baldur Bjarnason, Magnús Björgvinsson og Alex Freyr Hilmarsson skoruðu mörk Grindvíkinga, auk þess sem Þórsarar skoruðu eitt sjálfsmark. Scott Ramsey og Ivan Jugovic bættu svo við mörkum fyrir Grindavík í seinni hálfleik en Jóhann Helgi Hannesson (víti) og Kristinn Þór Björnsson skoruðu mörk Þórs. Grindavík er með sex stig í 4. sæti riðilsins en Þór vermir botnsæti hans með aðeins þrjú stig. Í riðli 1 vann Víkingur Ólafsvík öruggan 0-4 sigur á Bí/Bolungarvík í Akraneshöllinni. Fannar Hilmarsson, Kristinn Magnús Pétursson, Kristófer Eggertsson og Alfreð Már Hjaltalín skoruðu mörk Víkinga sem unnu þarna sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum í ár. Ólsarar eru í 7. sæti riðilsins með fjögur stig eftir fjóra leiki. Djúpmenn eru í 8. og neðsta sæti riðilsins, án stiga og með markatöluna 0-22. Gott gengi Leiknis R. í Lengjubikarnum heldur áfram en Breiðhyltingar unnu 2-1 sigur á Selfossi í riðli 2. Leikið var í Egilshöll. Elvar Páll Sigurðsson skoraði bæði mörk Leiknis í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Arnar Logi Sveinsson skoraði mark Selfoss sem er í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Leiknismenn eru hins vegar í 1. sæti riðilsins með 15 stig eftir sex leiki.Úrslitin í dag: ÍA 2-1 Keflavík Fjarðabyggð 0-2 Valur Þór 2-6 Grindavík BÍ/Bolungarvík 0-4 Víkingur Ó. Leiknir R. 2-1 Selfoss Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Nýliðar Leiknis fá framherja frá Breiðabliki Elvar Páll Sigurðsson gerði tveggja ára samning við Breiðholtsliðið. 18. mars 2015 15:12 Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag. Skagamenn svöruðu fyrir tapið gegn Val í síðustu umferð með 2-1 sigri á Keflavík í Akraneshöllinni. Öll mörkin komu á fyrstu 12 mínútum leiksins. Arsenij Buinickj kom ÍA yfir á 6. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Leonard Sigurðsson jafnaði metin á 11. mínútu en aðeins mínútu síðar kom Garðar Gunnlaugsson Skagamönnum aftur yfir og þar við sat. ÍA er í toppsæti riðils 3 með 15 stig, fjórum meira en Valur sem vann 0-2 sigur á Fjarðabyggð fyrir austan. Orri Sigurður Ómarsson og Ragnar Þór Gunnarsson skoruðu mörk Valsmanna í seinni hálfleik. Í sama riðli vann Grindavík stórsigur á Þór í Boganum, 2-6. Staðan var 0-4 í hálfleik en þeir Óli Baldur Bjarnason, Magnús Björgvinsson og Alex Freyr Hilmarsson skoruðu mörk Grindvíkinga, auk þess sem Þórsarar skoruðu eitt sjálfsmark. Scott Ramsey og Ivan Jugovic bættu svo við mörkum fyrir Grindavík í seinni hálfleik en Jóhann Helgi Hannesson (víti) og Kristinn Þór Björnsson skoruðu mörk Þórs. Grindavík er með sex stig í 4. sæti riðilsins en Þór vermir botnsæti hans með aðeins þrjú stig. Í riðli 1 vann Víkingur Ólafsvík öruggan 0-4 sigur á Bí/Bolungarvík í Akraneshöllinni. Fannar Hilmarsson, Kristinn Magnús Pétursson, Kristófer Eggertsson og Alfreð Már Hjaltalín skoruðu mörk Víkinga sem unnu þarna sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum í ár. Ólsarar eru í 7. sæti riðilsins með fjögur stig eftir fjóra leiki. Djúpmenn eru í 8. og neðsta sæti riðilsins, án stiga og með markatöluna 0-22. Gott gengi Leiknis R. í Lengjubikarnum heldur áfram en Breiðhyltingar unnu 2-1 sigur á Selfossi í riðli 2. Leikið var í Egilshöll. Elvar Páll Sigurðsson skoraði bæði mörk Leiknis í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Arnar Logi Sveinsson skoraði mark Selfoss sem er í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Leiknismenn eru hins vegar í 1. sæti riðilsins með 15 stig eftir sex leiki.Úrslitin í dag: ÍA 2-1 Keflavík Fjarðabyggð 0-2 Valur Þór 2-6 Grindavík BÍ/Bolungarvík 0-4 Víkingur Ó. Leiknir R. 2-1 Selfoss
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Nýliðar Leiknis fá framherja frá Breiðabliki Elvar Páll Sigurðsson gerði tveggja ára samning við Breiðholtsliðið. 18. mars 2015 15:12 Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Nýliðar Leiknis fá framherja frá Breiðabliki Elvar Páll Sigurðsson gerði tveggja ára samning við Breiðholtsliðið. 18. mars 2015 15:12