Ótrúlegar tölur hjá McCarthy | Valur fjarlægist úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 18:34 Kristen McCarthy átti frábæran leik fyrir Snæfell gegn Keflavík í dag. vísir/vilhelm Snæfell vann öruggan sigur á Keflavík, 86-66, í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Íslandsmeistararnir eru nú komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn en Snæfell er sex stigum á undan Keflavík þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Snæfellskonur tóku strax völdin í leik dagsins og leiddu með 12 stigum að loknum 1. leikhluta, 22-10. Þrettán stigum munaði á liðunum í hálfleik, 41-28, og þann mun náðu Keflvíkingar aldrei að vinna upp. Lokatölur 86-66, Snæfelli í vil. Kristen McCarthy átti algjöran stórleik í liði Íslandsmeistaranna; skoraði 40 stig, tók 25 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, auk þess sem hún stal boltanum sjö sinnum. Mögnuð frammistaða hjá þessum öfluga leikmanni. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti einnig fínan leik með 23 stig og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir skilaði níu stigum, níu fráköstum og fimm stigum. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 18 stig og fimm stoðsendingar. Hún tapaði boltanum hins vegar fimm sinnum en alls töpuðu Keflavíkurkonur boltanum 29 sinnum í leiknum. Þá var skotnýting liðsins inni í teig aðeins 30%. Haukar unnu yfirburðasigur á Hamri í Schenker-höllinni, 86-44. Heimakonur höfðu gríðarlega yfirburði í leiknum en til marks um það var staðan 21-6 eftir 1. leikhluta. Hamar sótti í veðrið í 2. leikhluta en staðan í hálfleik var 37-23, Haukum í vil. Haukakonur juku svo forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleik og unnu að lokum 42 stiga sigur, 86-44. LeLe Hardy var að venju öflug í liði Hafnfirðinga en hún skoraði 38 stig og tók 25 fráköst. Þess má geta að allt Hamarsliðið tók 34 fráköst í leiknum. Hin 16 ára gamla Dýrfinna Arnardóttir var næst stigahæst í liði Hauka með 13 stig. Sydnei Moss skoraði 16 stig og tók 10 fráköst hjá Hamri sem er enn í 6. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.Guðbjörg Sverrisdóttir og stöllur hennar í Val máttu sætta sig við tap gegn botnliði Breiðabliks.vísir/vilhelmLiðið í 9. sæti, KR, tapaði með tveimur stigum, 57-59, fyrir Grindavík á heimavelli. Bikarmeistarnir voru sterkari aðilinn lengst af en slökuðu mikið á í 4. leikhluta og hleyptu KR-konum hættulega nærri sér. Á endanum kom það þó ekki að sök. Kristina King skoraði 23 stig fyrir Grindavík sem er í 4. sæti með jafn mörg stig og Haukar (32) og fjórum stigum meira en Valur sem tapaði mjög óvænt fyrir botnliði Breiðabliks á heimavelli, 68-78. Blikakonur mættu ákveðnar til leiks í dag og leiddu með 15 stigum eftir 1. leikhluta, 13-28. Þessi slæma byrjun Vals varð þeim að falli en Valskonur náðu aldrei að minnka muninn í meira en átta stig í þeim þremur leikhlutum sem eftir voru. Berglind Karen Ingvarsdóttir var stigahæst í liði Blika með 19 stig. Jóhanna Björk Sveinsdóttir átti einnig afbragðs leik með 18 stig og 13 fráköst. Þá var Arielle Wideman með þrefalda tvennu; 14 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Taleya Mayberry skoraði 35 stig og tók 11 fráköst í liði Vals sem fjærlægðist úrslitakeppnina með ósigrinum í dag.Tölfræði úr leikjum dagsins: Snæfell-Keflavík 86-66 (22-10, 19-18, 19-17, 26-21)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/25 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir/3 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 23, Hildur Sigurðardóttir 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 7/5 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 5/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10, Carmen Tyson-Thomas 9/10 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 1, Lovísa Falsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar-Hamar 86-44 (21-6, 16-17, 20-12, 29-9)Haukar: LeLe Hardy 38/25 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Dýrfinna Arnardóttir 13, Sólrún Inga Gísladóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 7, Inga Sif Sigfúsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Rakel Rós Ágústsdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/6 fráköst, Magdalena Gísladóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst/6 stoðsendingar. Hamar: Sydnei Moss 16/10 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 7/7 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 5, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 4/4 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Hafdís Ellertsdóttir 2, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Helga Vala Ingvarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0.KR-Grindavík 57-59 (12-13, 12-15, 12-17, 21-14)KR: Simone Jaqueline Holmes 26/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 17/7 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Helga Einarsdóttir 4/10 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0.Grindavík: Kristina King 23/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 7/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/5 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 2/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.Valur-Breiðablik 68-78 (13-28, 18-13, 18-21, 19-16)Valur: Taleya Mayberry 35/11 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 14/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 4/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0/5 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.Breiðablik: Berglind Karen Ingvarsdóttir 19/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18/13 fráköst/3 varin skot, Arielle Wideman 14/12 fráköst/10 stoðsendingar, Aníta Rún Árnadóttir 9, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 7/7 fráköst/4 varin skot, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/10 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 3, Kristbjörg Pálsdóttir 2, Kristín Rós Sigurðardóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Thelma Rut Sigurðardóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Snæfell vann öruggan sigur á Keflavík, 86-66, í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Íslandsmeistararnir eru nú komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn en Snæfell er sex stigum á undan Keflavík þegar þrjá umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Snæfellskonur tóku strax völdin í leik dagsins og leiddu með 12 stigum að loknum 1. leikhluta, 22-10. Þrettán stigum munaði á liðunum í hálfleik, 41-28, og þann mun náðu Keflvíkingar aldrei að vinna upp. Lokatölur 86-66, Snæfelli í vil. Kristen McCarthy átti algjöran stórleik í liði Íslandsmeistaranna; skoraði 40 stig, tók 25 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, auk þess sem hún stal boltanum sjö sinnum. Mögnuð frammistaða hjá þessum öfluga leikmanni. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti einnig fínan leik með 23 stig og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir skilaði níu stigum, níu fráköstum og fimm stigum. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 18 stig og fimm stoðsendingar. Hún tapaði boltanum hins vegar fimm sinnum en alls töpuðu Keflavíkurkonur boltanum 29 sinnum í leiknum. Þá var skotnýting liðsins inni í teig aðeins 30%. Haukar unnu yfirburðasigur á Hamri í Schenker-höllinni, 86-44. Heimakonur höfðu gríðarlega yfirburði í leiknum en til marks um það var staðan 21-6 eftir 1. leikhluta. Hamar sótti í veðrið í 2. leikhluta en staðan í hálfleik var 37-23, Haukum í vil. Haukakonur juku svo forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleik og unnu að lokum 42 stiga sigur, 86-44. LeLe Hardy var að venju öflug í liði Hafnfirðinga en hún skoraði 38 stig og tók 25 fráköst. Þess má geta að allt Hamarsliðið tók 34 fráköst í leiknum. Hin 16 ára gamla Dýrfinna Arnardóttir var næst stigahæst í liði Hauka með 13 stig. Sydnei Moss skoraði 16 stig og tók 10 fráköst hjá Hamri sem er enn í 6. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.Guðbjörg Sverrisdóttir og stöllur hennar í Val máttu sætta sig við tap gegn botnliði Breiðabliks.vísir/vilhelmLiðið í 9. sæti, KR, tapaði með tveimur stigum, 57-59, fyrir Grindavík á heimavelli. Bikarmeistarnir voru sterkari aðilinn lengst af en slökuðu mikið á í 4. leikhluta og hleyptu KR-konum hættulega nærri sér. Á endanum kom það þó ekki að sök. Kristina King skoraði 23 stig fyrir Grindavík sem er í 4. sæti með jafn mörg stig og Haukar (32) og fjórum stigum meira en Valur sem tapaði mjög óvænt fyrir botnliði Breiðabliks á heimavelli, 68-78. Blikakonur mættu ákveðnar til leiks í dag og leiddu með 15 stigum eftir 1. leikhluta, 13-28. Þessi slæma byrjun Vals varð þeim að falli en Valskonur náðu aldrei að minnka muninn í meira en átta stig í þeim þremur leikhlutum sem eftir voru. Berglind Karen Ingvarsdóttir var stigahæst í liði Blika með 19 stig. Jóhanna Björk Sveinsdóttir átti einnig afbragðs leik með 18 stig og 13 fráköst. Þá var Arielle Wideman með þrefalda tvennu; 14 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Taleya Mayberry skoraði 35 stig og tók 11 fráköst í liði Vals sem fjærlægðist úrslitakeppnina með ósigrinum í dag.Tölfræði úr leikjum dagsins: Snæfell-Keflavík 86-66 (22-10, 19-18, 19-17, 26-21)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/25 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir/3 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 23, Hildur Sigurðardóttir 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 7/5 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 5/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10, Carmen Tyson-Thomas 9/10 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 1, Lovísa Falsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar-Hamar 86-44 (21-6, 16-17, 20-12, 29-9)Haukar: LeLe Hardy 38/25 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Dýrfinna Arnardóttir 13, Sólrún Inga Gísladóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 7, Inga Sif Sigfúsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Rakel Rós Ágústsdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/6 fráköst, Magdalena Gísladóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst/6 stoðsendingar. Hamar: Sydnei Moss 16/10 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 7/7 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 5, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 4/4 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Hafdís Ellertsdóttir 2, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Helga Vala Ingvarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0.KR-Grindavík 57-59 (12-13, 12-15, 12-17, 21-14)KR: Simone Jaqueline Holmes 26/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 17/7 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Helga Einarsdóttir 4/10 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0.Grindavík: Kristina King 23/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 7/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/5 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 2/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.Valur-Breiðablik 68-78 (13-28, 18-13, 18-21, 19-16)Valur: Taleya Mayberry 35/11 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 14/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 4/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0/5 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.Breiðablik: Berglind Karen Ingvarsdóttir 19/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18/13 fráköst/3 varin skot, Arielle Wideman 14/12 fráköst/10 stoðsendingar, Aníta Rún Árnadóttir 9, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 7/7 fráköst/4 varin skot, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/10 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 3, Kristbjörg Pálsdóttir 2, Kristín Rós Sigurðardóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Thelma Rut Sigurðardóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti