Suárez hetja Barcelona í El Clásico | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2015 00:01 Suárez skorar sigurmark Barcelona. Vísir/Getty Luis Suárez tryggði Barcelona sigur á Real Madrid í El Clásico á Nývangi í kvöld. Lokatölur 2-1, fyrir Börsunga sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Leikurinn var nokkuð harður en dómarinn Antonio Mateu lyfti gula spjaldinu alls 12 sinnum. Þó voru aðeins dæmdar 23 aukaspyrnur í leiknum. Real Madrid var sterkari aðilinn framan af leik og Ronaldo var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir þegar hann skaut í slá af stuttu færi eftir sendingu Karim Benzema á 12. mínútu. Það voru hins vegar Börsungar sem náðu forystunni á 19. mínútu þegar franski varnarmaðurinn Jeremy Mathieu skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Mathieu varð þar með áttundi Frakkinn sem skorar í El Clásico.Messi lagði upp fyrra mark Barcelona.vísir/gettyNeymar fékk gott færi eftir hornspyrnu á 29. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Ronaldo metin eftir frábæra sókn Real Madrid og sendingu Benzema. Þetta var 15. mark Ronaldo í El Clásico en aðeins Messi (21) og Alfredo Di Stéfano (18) hafa skorað fleiri. Madrídingar sóttu stíft að marki Barcelona það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að bæta við marki. Gareth Bale skoraði reyndar á 40. mínútu en markið var, að því er virtist ranglega, dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar átti Ronaldo þrumuskot sem Claudio Bravo varði vel. Bravo varði aftur vel frá Benzema í upphafi seinni hálfleiks en Börsungar tóku forystuna á ný á 56. mínútu. Dani Alves átti þá langa sendingu inn fyrir vörn gestanna, á Luis Suárez sem lagði boltann vel fyrir sig og setti hann svo framhjá Iker Casillas í markinu. Þetta var 14. mark Úrúgvæans fyrir Barcelona í vetur.Ronaldo skoraði en það dugði ekki til.vísir/gettyEftir mark Suárez höfðu Börsungar góð tök á leiknum og Neymar og Messi fengu góð færi til að auka forskotið. Bravo varð svo að taka á honum stóra sínum á 78. mínútu þegar hann varði skot Benzema, sem fór af varnarmanni, frábærlega. Jordi Alba fékk dauðafæri til að klára leikinn á 86. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn gestanna, en Casillas varði vel. Hann varði svo aftur frá Messi tveimur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Börsungar fögnuðu sigri sem gæti reynst afar dýrmætur í toppbaráttunni.Barcelona 1-0 Real Madrid Barcelona 1-1 Real Madrid Barcelona 2-1 Real Madrid Spænski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Luis Suárez tryggði Barcelona sigur á Real Madrid í El Clásico á Nývangi í kvöld. Lokatölur 2-1, fyrir Börsunga sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Leikurinn var nokkuð harður en dómarinn Antonio Mateu lyfti gula spjaldinu alls 12 sinnum. Þó voru aðeins dæmdar 23 aukaspyrnur í leiknum. Real Madrid var sterkari aðilinn framan af leik og Ronaldo var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir þegar hann skaut í slá af stuttu færi eftir sendingu Karim Benzema á 12. mínútu. Það voru hins vegar Börsungar sem náðu forystunni á 19. mínútu þegar franski varnarmaðurinn Jeremy Mathieu skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Mathieu varð þar með áttundi Frakkinn sem skorar í El Clásico.Messi lagði upp fyrra mark Barcelona.vísir/gettyNeymar fékk gott færi eftir hornspyrnu á 29. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Ronaldo metin eftir frábæra sókn Real Madrid og sendingu Benzema. Þetta var 15. mark Ronaldo í El Clásico en aðeins Messi (21) og Alfredo Di Stéfano (18) hafa skorað fleiri. Madrídingar sóttu stíft að marki Barcelona það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að bæta við marki. Gareth Bale skoraði reyndar á 40. mínútu en markið var, að því er virtist ranglega, dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar átti Ronaldo þrumuskot sem Claudio Bravo varði vel. Bravo varði aftur vel frá Benzema í upphafi seinni hálfleiks en Börsungar tóku forystuna á ný á 56. mínútu. Dani Alves átti þá langa sendingu inn fyrir vörn gestanna, á Luis Suárez sem lagði boltann vel fyrir sig og setti hann svo framhjá Iker Casillas í markinu. Þetta var 14. mark Úrúgvæans fyrir Barcelona í vetur.Ronaldo skoraði en það dugði ekki til.vísir/gettyEftir mark Suárez höfðu Börsungar góð tök á leiknum og Neymar og Messi fengu góð færi til að auka forskotið. Bravo varð svo að taka á honum stóra sínum á 78. mínútu þegar hann varði skot Benzema, sem fór af varnarmanni, frábærlega. Jordi Alba fékk dauðafæri til að klára leikinn á 86. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn gestanna, en Casillas varði vel. Hann varði svo aftur frá Messi tveimur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Börsungar fögnuðu sigri sem gæti reynst afar dýrmætur í toppbaráttunni.Barcelona 1-0 Real Madrid Barcelona 1-1 Real Madrid Barcelona 2-1 Real Madrid
Spænski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira