Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB heimir már pétursson og þorfinnur ómarsson skrifar 20. mars 2015 19:15 Ekkert samráð var haft við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en utanríkisráðherra skrifaði bréf sitt til sambandsins og kom það framkvæmdastjórninni algerlega á óvart. Aðgangur íslenskra stjórnvalda að toppfundum og þar með upplýsingum minkar með því að ríkisstjórnin segir sig frá umsóknarferlinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hann biði eftir formlegu svari frá Evrópusambandinu við bréfi hans frá því í síðustu viku. Tekist hefur verið á um túlkun bréfsins en talsmaður stækkunarstjóra sambandsins segir bréfið ekki fela í sér að umsóknin hafi verið dregin til baka. „Þú getur kallað það hvað sem er. Þetta er hins vegar sú stefna sem við höfum haft frá því við tókum hérna við völdum og þetta er sú stefna sem við erum að biðja Evrópusambandið um að virða,“ segir Gunnar Bragi. Á síðasta þingi lagði utanríkisráðherra þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um slit á viðræðunum en tillagan dagaði uppi í utanríkismálanefnd. Nú virðist ráðherra þeirrar skoðunar að sú tillaga hans hafi líka verið alger óþarfi. Hann hafi ekki þurft að fá samþykki Alþingis. „Aðildarumsóknin sem var sett fram árið 2009 var í rauninni ákveðin af ríkisstjórninni. Fékk, hvað á maður að segja, stimpil hér í þinginu um að þingið styddi hana. Sú ríkisstjórn þurfti ekki að leita til þingsins frekar en sú sem nú situr,“ segir utanríkisráðherra. Íslenskir ráðamenn hafa haldið því fram að Evrópusambandið hafi verið haft með í ráðum þegar bréfið var skrifað. Án þess að tilgreina þó nákvæmlega með hvaða hætti það var gert. Öruggar heimildir Stöðvar 2 herma þó að framkvæmdastjórnin, þar með talin stækkunardeildin, hafi ekki verið höfð með í ráðum og ekki vitað af tilvist bréfsins fyrr en það barst. Hvort sem Evrópusambandið staðfestir að lokum þann skilning ríkisstjórnarinnar að viðræðunum hafi verið slitið eða ekki, mun bréf utanríkisráðherra engu að síður hafa áhrif á stöðu Íslands innan sambandsins. Sir Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu ESB þegar Ísland sótti um aðild. Hann þekkir því vel til hvaða leikreglur gilda um aðildarumsóknir. „Ef Ísland vill ekki vera meðhöndlað sem umsóknarríki mun því ekki verða boðið í framtíðinni á tiltekna ráðherrafundi. Hingað til hefur fulltrúum Íslands verið boðið að sitja slíka fundi, þar sem ráðherrar ræða efnahags- og fjármál t.d eða þegar óformlegar viðræður eiga sér stað á milli ráðherra um utanríkismál. Íslandi hefur verið boðið á slíka fundi en svo verður ekki framvegis,“ segir Sir Michael. Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Ekkert samráð var haft við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en utanríkisráðherra skrifaði bréf sitt til sambandsins og kom það framkvæmdastjórninni algerlega á óvart. Aðgangur íslenskra stjórnvalda að toppfundum og þar með upplýsingum minkar með því að ríkisstjórnin segir sig frá umsóknarferlinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hann biði eftir formlegu svari frá Evrópusambandinu við bréfi hans frá því í síðustu viku. Tekist hefur verið á um túlkun bréfsins en talsmaður stækkunarstjóra sambandsins segir bréfið ekki fela í sér að umsóknin hafi verið dregin til baka. „Þú getur kallað það hvað sem er. Þetta er hins vegar sú stefna sem við höfum haft frá því við tókum hérna við völdum og þetta er sú stefna sem við erum að biðja Evrópusambandið um að virða,“ segir Gunnar Bragi. Á síðasta þingi lagði utanríkisráðherra þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um slit á viðræðunum en tillagan dagaði uppi í utanríkismálanefnd. Nú virðist ráðherra þeirrar skoðunar að sú tillaga hans hafi líka verið alger óþarfi. Hann hafi ekki þurft að fá samþykki Alþingis. „Aðildarumsóknin sem var sett fram árið 2009 var í rauninni ákveðin af ríkisstjórninni. Fékk, hvað á maður að segja, stimpil hér í þinginu um að þingið styddi hana. Sú ríkisstjórn þurfti ekki að leita til þingsins frekar en sú sem nú situr,“ segir utanríkisráðherra. Íslenskir ráðamenn hafa haldið því fram að Evrópusambandið hafi verið haft með í ráðum þegar bréfið var skrifað. Án þess að tilgreina þó nákvæmlega með hvaða hætti það var gert. Öruggar heimildir Stöðvar 2 herma þó að framkvæmdastjórnin, þar með talin stækkunardeildin, hafi ekki verið höfð með í ráðum og ekki vitað af tilvist bréfsins fyrr en það barst. Hvort sem Evrópusambandið staðfestir að lokum þann skilning ríkisstjórnarinnar að viðræðunum hafi verið slitið eða ekki, mun bréf utanríkisráðherra engu að síður hafa áhrif á stöðu Íslands innan sambandsins. Sir Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu ESB þegar Ísland sótti um aðild. Hann þekkir því vel til hvaða leikreglur gilda um aðildarumsóknir. „Ef Ísland vill ekki vera meðhöndlað sem umsóknarríki mun því ekki verða boðið í framtíðinni á tiltekna ráðherrafundi. Hingað til hefur fulltrúum Íslands verið boðið að sitja slíka fundi, þar sem ráðherrar ræða efnahags- og fjármál t.d eða þegar óformlegar viðræður eiga sér stað á milli ráðherra um utanríkismál. Íslandi hefur verið boðið á slíka fundi en svo verður ekki framvegis,“ segir Sir Michael.
Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira