Fimmtíu og fimm manns hið minnsta eru látnir eftir að þrír sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp í tveimur moskum í jemensku höfuðborginni Sanaa í morgun.
Að sögn lögreglu stóðu föstudagsbænir yfir þegar árásirnar áttu sér stað. Auk hinna látnu særðust einnig fjöldi fólks.
Í frétt Reuters segir að moskurnar séu í miðborg Sanaa. Sjíamúslímar sem tilheyra hópi Húta sækja jafnan moskuna. Hútar ráða nú yfir stærstum hluta Jemen.
Tugir látnir í sjálfsvígssprengjuárásum í Jemen

Tengdar fréttir

Uppreisnarmenn í Jemen taka völd og leysa upp þing
Forsvarsmaður uppreisnarmanna sagði í sjónvarpsávarpi að fimm manna ráð muni til bráðabirgða starfa í stað forseta landsins.