Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. Almenningur hefur væntanlega tekið eftir því að nokkuð kólnaði þegar sólmyrkvinn náði hámarki.
Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann
Hitastigið lækkaði aftur á móti innan við hálfa gráðu. „Þegar sólin skín á fólk þá hitnar líkaminn en hitastiga er ekki mælt í sól. Því lækkaði hitastigið ekki mikið,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá Jörðinni.
Sjá einnig: Mikill fjöldi flugvéla á ferð til að fylgjast með sólmyrkvanum
Sólmyrkvinn stóð yfir í um tvo klukkutíma. Hann hófst í Reykjavík klukkan 8:38 og náði hámarki sínu klukkan 9:37. Annars staðar á landinu gat munað einni til tveimur mínútum til eða frá.
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum

Tengdar fréttir

Mikill fjöldi flugvéla á ferð til að fylgjast með sólmyrkvanum
Átta flugumferðarstjórar sinna þessum flugvélum í stað tveggja eins og vaninn er á þessum hluta svæðisins á þessum tíma dags.

Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37
Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi.