Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 19-27 | Öruggur sigur FH-inga Birgir H. Stefánsson í íþróttahöllinni á Akureyri skrifar 30. mars 2015 21:00 Halldór Jóhann Sigfússon á möguleika á þriðja sætinu með FH-ingana. vísir/stefán Fyrir leik kvöldsins áttu heimamenn möguleika á því að ná fjórða sætinu af FH og þ.a.l. heimaleikjarétti í úrslitakeppninni en það var ekki að sjá á leik heimamanna í kvöld. Það var aðeins eitt lið á vellinum fyrstu mínútur leiksins enda tók það Atla Hilmarsson, þjálfara Akureyrar, aðeins um níu mínútur að taka sitt fyrsta leikhlé en þá var staðan orðin 1-5 FH í vil. Eftir að FH náði að auka forskot sitt í fimm mörk stuttu seinna kom Bjarki Símonarson í markið hjá Akureyri og byrjaði hann á því að verja fyrstu þrjú skotin sem hann fékk á sig sem virtist blása lífi í leik heimamanna. Smá saman minnkaði munurinn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 12-14 FH í vil og allt útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Það var þó alls ekki raunin því aðeins eitt lið mætti til leiks í seinni hálfleik, FH. Ísak Rafnsson fór að finna sinn takt og raða inn mörkum á meðan Ágúst Elí Björgvinsson lokaði markinu og áður en leikmenn Akureyrar virtust átta sig á því að seinni hálfleikurinn væri byrjaður voru leikmenn FH svo gott sem búnir að afgreiða leikinn. Stuttu eftir að Andri Hrafn Hallson kom FH í sjö marka forustu á 43. mínútu fékk Ingimundur Ingimundarson beint rautt spjald fyrir það að brjóta á Magnúsi Óla í hraðaupphlaupi og ekki var það til að laga leik heimamanna sem hélt áfram að molna. Leikmenn FH héldu áfram að stjórna leiknum, skoruðu nánast að vild og lokuðu vel á flest allar sóknir Akureyrar. Það var svo á 50. mínútu leiksins sem Daníel Matthíasson jók muninn í tíu mörk en þá höfðu leikmenn FH skoraði tíu mörk á móti tveimur hjá heimamönnum á fyrstu tuttugu mínútum seinni hálfleiksins. Síðustu tíu mínútur leiksins voru síðan hálfgert formsatriði og enduðu leikmenn FH á því að landa afar sannfærandi og öruggum átta marka sigri, 19-27.Halldór Jóhann: Sýndum gríðarlega karlmennsku "Frábær sigur," sagði Halldór Jóhann þjálfari FH strax eftir leik. "Að koma hingað norður og vinna með átta mörkum með svona fáliðaðann hóp eins og við erum með. Ég á fá orð bara, ég er bara virkilega stoltur. Við sýndum gríðarlega karlmennsku, það er bara þannig." "Þetta var í raun mjög svipað leiknum sem fór fram hér 16. október, við vorum með töggl og haldir frá fyrstu mínútu, hann fór minnir mig 20-27 á meðan þessi fór 19-27. Við vorum virkilega góðir varnarlega og einnig sóknarlega, mjög skynsamir og sérstaklega þar sem við vorum svona fáliðaðir." Ísak verið frá vegna meiðsla en kemur öflugur inn í leikinn í kvöld. "Ísak er frábær strákur og það hefur verið erfitt að halda honum frá þessu undanfarið. Hann hefur talið sig vera tilbúinn eiginlega bara frá fyrstu viku en við höfum reynt að vera skynsamir með hann. Hann spilaði aðeins lengur en við ætluðum í dag en þetta er Ísak, hann kemur inn í leiki, leggur sig 110% fram og gefur liðinu gríðarlegan styrk."Atli Hilmarsson: Í fyrsta sinn sem ég sé mitt lið ekki berjast "Við ætluðum að halda okkur í þeim gír sem við höfum verið í síðustu tveimur leikjum þar sem við höfum verið mjög góðir og við ætluðum að halda því áfram," sagði Atli Hilmarsson mjög ósáttur strax eftir leik kvöldsins. "Við byrjuðum mjög illa en fáum svo séns til að komast inn í þetta aftur. Það gekk alveg ágætlega, vorum búnir að ná þessu niður í tvö mörk í hálfleik og síðan niður í eitt. Svo bara gerist eitthvað sem ég kann enga skýringu á. Við erum að gefa boltann frá okkur, við grípum ekki boltann, við erum ekki að taka fráköst og við erum ekki að berjast í vörn. Þeir eru að fá frítt skot hvað eftir annað en samt erum vð með einhverja nítján bolta varða, markmennirnir voru að standa sig mjög vel en það sem við buðum upp á hér í seinni hálfleik var algjör skandall." "Ótrúlega mikið af glötuðum boltum, lélegum sendingum og lélegum skotum. Það sem mér finnst eiginlega verst er að við vorum ekki einu sinni að berjast um fráköst og það sýnir eiginlega í hvaða standi við vorum í hér í dag. Ef menn eru ekki til í að fórna sér í alla bolta þá bara gengur þetta ekki upp." Núna var stutt milli leikja eins og verður í úrslitakeppninni og liðið virkaði mjög þreytt líkamlega. "Við lögðum þetta upp eins og í úrslitakeppni, við eigum núna leik aftur á fimmtudag. Einhvernveginn virðast menn hafa orðið værukærir eftir sigurinn á móti Haukum. Það verður samt ekkert tekið af FH-ingum sem voru mjög góðir hér í dag og börðust eins og ljón. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé mitt lið ekki berjast, sérstaklega hér í seinni hálfleik þá vantaði alveg fullt upp á það." Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins áttu heimamenn möguleika á því að ná fjórða sætinu af FH og þ.a.l. heimaleikjarétti í úrslitakeppninni en það var ekki að sjá á leik heimamanna í kvöld. Það var aðeins eitt lið á vellinum fyrstu mínútur leiksins enda tók það Atla Hilmarsson, þjálfara Akureyrar, aðeins um níu mínútur að taka sitt fyrsta leikhlé en þá var staðan orðin 1-5 FH í vil. Eftir að FH náði að auka forskot sitt í fimm mörk stuttu seinna kom Bjarki Símonarson í markið hjá Akureyri og byrjaði hann á því að verja fyrstu þrjú skotin sem hann fékk á sig sem virtist blása lífi í leik heimamanna. Smá saman minnkaði munurinn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 12-14 FH í vil og allt útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Það var þó alls ekki raunin því aðeins eitt lið mætti til leiks í seinni hálfleik, FH. Ísak Rafnsson fór að finna sinn takt og raða inn mörkum á meðan Ágúst Elí Björgvinsson lokaði markinu og áður en leikmenn Akureyrar virtust átta sig á því að seinni hálfleikurinn væri byrjaður voru leikmenn FH svo gott sem búnir að afgreiða leikinn. Stuttu eftir að Andri Hrafn Hallson kom FH í sjö marka forustu á 43. mínútu fékk Ingimundur Ingimundarson beint rautt spjald fyrir það að brjóta á Magnúsi Óla í hraðaupphlaupi og ekki var það til að laga leik heimamanna sem hélt áfram að molna. Leikmenn FH héldu áfram að stjórna leiknum, skoruðu nánast að vild og lokuðu vel á flest allar sóknir Akureyrar. Það var svo á 50. mínútu leiksins sem Daníel Matthíasson jók muninn í tíu mörk en þá höfðu leikmenn FH skoraði tíu mörk á móti tveimur hjá heimamönnum á fyrstu tuttugu mínútum seinni hálfleiksins. Síðustu tíu mínútur leiksins voru síðan hálfgert formsatriði og enduðu leikmenn FH á því að landa afar sannfærandi og öruggum átta marka sigri, 19-27.Halldór Jóhann: Sýndum gríðarlega karlmennsku "Frábær sigur," sagði Halldór Jóhann þjálfari FH strax eftir leik. "Að koma hingað norður og vinna með átta mörkum með svona fáliðaðann hóp eins og við erum með. Ég á fá orð bara, ég er bara virkilega stoltur. Við sýndum gríðarlega karlmennsku, það er bara þannig." "Þetta var í raun mjög svipað leiknum sem fór fram hér 16. október, við vorum með töggl og haldir frá fyrstu mínútu, hann fór minnir mig 20-27 á meðan þessi fór 19-27. Við vorum virkilega góðir varnarlega og einnig sóknarlega, mjög skynsamir og sérstaklega þar sem við vorum svona fáliðaðir." Ísak verið frá vegna meiðsla en kemur öflugur inn í leikinn í kvöld. "Ísak er frábær strákur og það hefur verið erfitt að halda honum frá þessu undanfarið. Hann hefur talið sig vera tilbúinn eiginlega bara frá fyrstu viku en við höfum reynt að vera skynsamir með hann. Hann spilaði aðeins lengur en við ætluðum í dag en þetta er Ísak, hann kemur inn í leiki, leggur sig 110% fram og gefur liðinu gríðarlegan styrk."Atli Hilmarsson: Í fyrsta sinn sem ég sé mitt lið ekki berjast "Við ætluðum að halda okkur í þeim gír sem við höfum verið í síðustu tveimur leikjum þar sem við höfum verið mjög góðir og við ætluðum að halda því áfram," sagði Atli Hilmarsson mjög ósáttur strax eftir leik kvöldsins. "Við byrjuðum mjög illa en fáum svo séns til að komast inn í þetta aftur. Það gekk alveg ágætlega, vorum búnir að ná þessu niður í tvö mörk í hálfleik og síðan niður í eitt. Svo bara gerist eitthvað sem ég kann enga skýringu á. Við erum að gefa boltann frá okkur, við grípum ekki boltann, við erum ekki að taka fráköst og við erum ekki að berjast í vörn. Þeir eru að fá frítt skot hvað eftir annað en samt erum vð með einhverja nítján bolta varða, markmennirnir voru að standa sig mjög vel en það sem við buðum upp á hér í seinni hálfleik var algjör skandall." "Ótrúlega mikið af glötuðum boltum, lélegum sendingum og lélegum skotum. Það sem mér finnst eiginlega verst er að við vorum ekki einu sinni að berjast um fráköst og það sýnir eiginlega í hvaða standi við vorum í hér í dag. Ef menn eru ekki til í að fórna sér í alla bolta þá bara gengur þetta ekki upp." Núna var stutt milli leikja eins og verður í úrslitakeppninni og liðið virkaði mjög þreytt líkamlega. "Við lögðum þetta upp eins og í úrslitakeppni, við eigum núna leik aftur á fimmtudag. Einhvernveginn virðast menn hafa orðið værukærir eftir sigurinn á móti Haukum. Það verður samt ekkert tekið af FH-ingum sem voru mjög góðir hér í dag og börðust eins og ljón. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé mitt lið ekki berjast, sérstaklega hér í seinni hálfleik þá vantaði alveg fullt upp á það."
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ Sjá meira