Körfubolti

Derrick Rose sneri aftur í tapi Chicago

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Derrick Rose.
Derrick Rose. vísir/getty
Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, sneri aftur í nótt eftir enn ein meiðslin þegar liðið tapaði á útivelli gegn Orlando Magic, 105-103.

Rose byrjaði leikin og spilaði í heildina 19 mínútur, en hann skoraði níu stig og tók tvö fráköst. Jimmy Butler var stigahæstur gestanna með 15 stig.

Kyrie Irving var í stuði fyrir Cleveland sem vann Milwaukee Bucks, 104-99, á útivelli, en hann skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar.

LeBron James gældi við þrennu með 21 stigi, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum og Kevin Love skoraði 16 stig og tók 11 fráköst.

Meistarar San Antonio Spurs unnu svo níunda leikinn í röð í nótt þegar þeir lögðu Houston Rockets að velli með tólf stigum á heimavelli, 110-98.

Tony Parker skoraði 27 stig fyrir Spurs og Kawhi Leonard 20, en Spurs er nú búið að jafna LA Clippers í fimmta sætinu og hefur þrjá leiki til að komast upp fyrir Clippers áður en deildarkeppninni er lokið.

Úrslit næturinnar:

San Antonio Spurs - Houston Rockets 110-98

Utah Jazz - Sacramento Kings 103-91

Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 116-91

Denver Nuggets - LA Lakers 119-101

Dallas Mavericks - Phoenix Suns 107-104

Charlotte Hornets - Toronto Raptors 74-92

Orlando Magic - Chicago Bulls 103-105

Philadelphia 76ers - Washington Wizards 90-119

Detroit Pistons - Boston Celtics 103-113

Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 111-114

New York Knicks - Indiana Pacers 86-102

Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 110-74

Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 99-104

Staðan í deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×