Vel gekk að færa flóttafólkið í land Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2015 10:53 Mynd/Týr Áhöfnin á varðskipinu Tý kom að landi í gær í Pozzallo á Sikiley með 320 flóttamenn sem bjargað hafði verið undan ströndum Líbíu á föstudaginn. Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið að færa fólkið í land. „Það gekk bara nokkuð vel. Það komu um borð læknar, hjúkrunarfólk og lögregla: Þau yfirheyrðu hvern einasta einstakling áður en þeir fóru í land og skoðuðu ástandið á þeim eins og þeir gera samkvæmt ítölskum heilbrigðisreglum. Þetta tók svona um tvo og hálfan tíma.“ Áhöfnin á Tý fór aftur út í eftirlit nú í morgun en fyrst þurfti að gera skipið klárt og bæta á matarbirgðir. „Við erum ekki með matarbirgðir fyrir 320 manns. Sjálfir erum við 18 þannig að við þurftum aðeins að bæta við vistirnar. Við verðum í venjubundnu eftirliti djúpt suður af Ítalíu eins og við höfum gert. Þetta getur komið með nánast engum fyrirvara þannig að við erum bara tilbúnir.“ Verkefni Týs í Miðjarðarhafinu fer nú senn að ljúka en samkvæmt áætlun verður lagt af stað heim til Íslands þann 20. maí næstkomandi. Skipið er svo væntanlegt til Reykjavíkur um fyrsta júní.Læknar, hjúkrunarfólk og lögregluþjónar tóku á móti flóttafólkinu í Ítalíu.Mynd/TýrMynd/TýrMynd/Týr Flóttamenn Tengdar fréttir „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Týr bjargar flóttamönnum í Miðjarðarhafi Um 200 flóttamenn eru bjargarlausir á fiskibát norður af Líbýu. 3. apríl 2015 15:35 Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu. 4. apríl 2015 18:28 Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát. 3. apríl 2015 19:07 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Áhöfnin á varðskipinu Tý kom að landi í gær í Pozzallo á Sikiley með 320 flóttamenn sem bjargað hafði verið undan ströndum Líbíu á föstudaginn. Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið að færa fólkið í land. „Það gekk bara nokkuð vel. Það komu um borð læknar, hjúkrunarfólk og lögregla: Þau yfirheyrðu hvern einasta einstakling áður en þeir fóru í land og skoðuðu ástandið á þeim eins og þeir gera samkvæmt ítölskum heilbrigðisreglum. Þetta tók svona um tvo og hálfan tíma.“ Áhöfnin á Tý fór aftur út í eftirlit nú í morgun en fyrst þurfti að gera skipið klárt og bæta á matarbirgðir. „Við erum ekki með matarbirgðir fyrir 320 manns. Sjálfir erum við 18 þannig að við þurftum aðeins að bæta við vistirnar. Við verðum í venjubundnu eftirliti djúpt suður af Ítalíu eins og við höfum gert. Þetta getur komið með nánast engum fyrirvara þannig að við erum bara tilbúnir.“ Verkefni Týs í Miðjarðarhafinu fer nú senn að ljúka en samkvæmt áætlun verður lagt af stað heim til Íslands þann 20. maí næstkomandi. Skipið er svo væntanlegt til Reykjavíkur um fyrsta júní.Læknar, hjúkrunarfólk og lögregluþjónar tóku á móti flóttafólkinu í Ítalíu.Mynd/TýrMynd/TýrMynd/Týr
Flóttamenn Tengdar fréttir „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Týr bjargar flóttamönnum í Miðjarðarhafi Um 200 flóttamenn eru bjargarlausir á fiskibát norður af Líbýu. 3. apríl 2015 15:35 Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu. 4. apríl 2015 18:28 Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát. 3. apríl 2015 19:07 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
„Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24
Týr bjargar flóttamönnum í Miðjarðarhafi Um 200 flóttamenn eru bjargarlausir á fiskibát norður af Líbýu. 3. apríl 2015 15:35
Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu. 4. apríl 2015 18:28
Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát. 3. apríl 2015 19:07