Ný Valhöll byggð fyrir brunabætur Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2015 20:24 Reisa á nýja Valhöll á Þingvöllum og nýja byggingu undir Árnastofnun, samkvæmt tillögu sem ríkisstjórnin vill ná samstöðu um á Alþingi til að minnast eitthundrað ára afmælis fullveldis Íslands eftir þrjú ár. Áformin um að nýta hundrað ára teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrir skrifstofubyggingu Alþingis hafa vakið mesta athygli. Tillagan um hvernig þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar verður minnst snýr hins vegar að fleiri þáttum. „Þarna er líka fjallað um hátíðahöldin sjálf, annarsvegar á Þingvöllum og hins vegar 1. desember í Reykjavík. Og raunar líka bókaútgáfu, að skrifa sögu atburðarásarinnar og fullveldisins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Forsætisráðherra leggur áherslu á að ná breiðri sátt á Alþingi um það sem gert verður en það sem er efst á blaði er að ljúka byggingu yfir stofnun Árna Magnússonar, sem geymir sjálf handritin, dýrustu djásn íslenskrar sögu, eins og segir í tillögunni. „Ég held að það sé ágætis samstaða um það, að tengja það þessum viðburði,“ segir forsætisráðherra um það að byggja hús yfir Árnastofnun, hús íslenskra fræða. Þá vekur athygli að lagt er til að ný Valhöll verði reist á Þingvöllum en sú gamla brann í eldsvoða fyrir sex árum. „Nú er búið að klára það mál að því leyti að það er búið að greiða ríkinu brunabætur og eðlilegast að þær nýtist þá í einhverskonar sambærilegt hús, sem verði opið almenningi. Þar verði þjónusta fyrir ferðamenn og kannski veitingasala og aðstaða fyrir þjóðgarðsvörð og slíkt. Með því er ekki verið að falla frá öðrum áformum sem hafa verið til skoðunar á Þingvöllum. Það mun þurfa að ráðast í mjög mikla uppbyggingu, til dæmis á Hakinu, óháð þessu. En það er mikilvægt að dreifa álaginu sem víðast um Þingvelli,“ segir forsætisráðherra. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00 Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30 Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Reisa á nýja Valhöll á Þingvöllum og nýja byggingu undir Árnastofnun, samkvæmt tillögu sem ríkisstjórnin vill ná samstöðu um á Alþingi til að minnast eitthundrað ára afmælis fullveldis Íslands eftir þrjú ár. Áformin um að nýta hundrað ára teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrir skrifstofubyggingu Alþingis hafa vakið mesta athygli. Tillagan um hvernig þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar verður minnst snýr hins vegar að fleiri þáttum. „Þarna er líka fjallað um hátíðahöldin sjálf, annarsvegar á Þingvöllum og hins vegar 1. desember í Reykjavík. Og raunar líka bókaútgáfu, að skrifa sögu atburðarásarinnar og fullveldisins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Forsætisráðherra leggur áherslu á að ná breiðri sátt á Alþingi um það sem gert verður en það sem er efst á blaði er að ljúka byggingu yfir stofnun Árna Magnússonar, sem geymir sjálf handritin, dýrustu djásn íslenskrar sögu, eins og segir í tillögunni. „Ég held að það sé ágætis samstaða um það, að tengja það þessum viðburði,“ segir forsætisráðherra um það að byggja hús yfir Árnastofnun, hús íslenskra fræða. Þá vekur athygli að lagt er til að ný Valhöll verði reist á Þingvöllum en sú gamla brann í eldsvoða fyrir sex árum. „Nú er búið að klára það mál að því leyti að það er búið að greiða ríkinu brunabætur og eðlilegast að þær nýtist þá í einhverskonar sambærilegt hús, sem verði opið almenningi. Þar verði þjónusta fyrir ferðamenn og kannski veitingasala og aðstaða fyrir þjóðgarðsvörð og slíkt. Með því er ekki verið að falla frá öðrum áformum sem hafa verið til skoðunar á Þingvöllum. Það mun þurfa að ráðast í mjög mikla uppbyggingu, til dæmis á Hakinu, óháð þessu. En það er mikilvægt að dreifa álaginu sem víðast um Þingvelli,“ segir forsætisráðherra.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00 Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30 Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00
Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30
Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00