Innlent

Varðskipið Týr komið með flóttamennina til hafnar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/lhg
Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley um klukkan tvo að íslenskum tíma í dag með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát þrjátíu sjómílum norður af Líbýu.

Siglingin sóttist vel og hefur nú verið lokið við að flytja flóttamennina í land af ítölskum yfirvöldum. Gekk það ágætlega fyrir sig en fylgja þarf ströngum verklagsreglum við yfirheyrslur og annan frágang áður en flóttamönnum er hleypt í land.

Er lokið hafði verið við að flytja alla flóttamennina í land tók áhöfn Týs til við að þrífa skipið og undirbúa það fyrir áframhaldandi verkefni. Heldur varðskipið síðan úr höfn snemma í fyrramálið.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á siglingu varðskipsins og við komu til hafnar í Pozzallo í dag. Þá eru einnig meðfylgjandi myndbönd sem tekin voru er björgunaraðgerðir stóðu yfir í fyrradag.


Tengdar fréttir

Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi

Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×