Ætlar enginn að hugsa um börnin? Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 3. apríl 2015 16:08 Í gær, 2. apríl, birtist aðsend grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur þar sem hún biður stjórnmálaflokka um að „láta unglingana í friði“, eins og hún kemst að orði. Greinin er skrifuð í kjölfar umfjöllunar um frumvarp Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.Frumvarp Samfylkingarinnar og VG miðar að því að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks. Það er staðreynd að kosningaþátttaka ungs fólks er afar lítil hér á landi sem og um alla Evrópu, en þar telja margir að lækkun kosningaaldurs geti haft jákvæð áhrif. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku ungs fólks, m.a. með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Nokkur Evrópulönd hafa stigið skref í þessa átt, t.d. Austurríki, þar sem kosningaaldurinn hefur þegar verið lækkaður. Ungmenni yfir 16 ára aldri hafa mátt kjósa í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum víða í Evrópu og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstætt Skotland. Við sjáum á þessu að þróunin í Evrópu stefnir í átt að lækkun kosningaaldurs og því aðeins spurning hvort Ísland ætlar að vera í forystuhlutverki varðandi lýðræðiseflingu ungs fólks eða hvort sitja eigi eftir.Kolbrún segir að nóg sé á ungmenni lagt án þess að þau „séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl.“ Hún lítur fram hjá þeirri staðreynd að ungmenni á aldrinum 16-18 ára geta skráð sig í stjórnmálaflokka og taka mörg hver virkan þátt í ungliðahreyfingum þeirra. Þar að auki eru mörg 16-18 ára ungmenni í vinnu og greiða skatt af launum sínum. Er ekki ólýðræðislegt að fólk sem greiðir til samfélagsins fái ekki að hafa nein áhrif á það hvernig fjármunum ríkisins er varið?Mikilvægt er að endurskoða afstöðu samfélagsins til stjórnmála. Viðhorfið sem endurspeglast í grein Kolbrúnar er kannski það sem letur ungt fólk til þess að kjósa. Stjórnmál eru ekki eitthvað sem samfélagið þarf að vernda ungmenni fyrir, því í grunninn snúast þau um að vinna að lausnum til þess að bæta samfélagið. Ungt fólk, sem síðar mun taka við þessu landi, á þvert á móti að vera í forystu í stjórnmálastarfi.Það er ekki aðeins yfirlætisfullt, heldur beinlínis skaðlegt að áætla að ungmenni á aldrinum 16-18 ára hafi ekki „leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum“. Það þarf ekki annað en að fylgjast með ungu fólki á samfélagsmiðlum og í fréttum til að sjá að þetta er ekki reyndin. Ungt fólk tekur mikinn þátt í umræðunni um betra samfélag, þótt ekki allir veiti því eftirtekt. Getur nokkuð verið að ástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku sé kannski frekar áhrifaleysi; að ungt fólk upplifi sig án raddar, frekar en að það hafi ekkert til málanna að leggja?Í lýðræðissamfélagi hlýtur að teljast afar mikilvægt að ungt fólk sé undirbúið til þess að verða ábyrgir og virkir borgarar. Það gerum við ekki með því að halda stjórnmálum frá ungu fólki og gera lítið úr skoðunum þeirra. Fögnum áhuga ungs fólks og veitum þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, 2. apríl, birtist aðsend grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur þar sem hún biður stjórnmálaflokka um að „láta unglingana í friði“, eins og hún kemst að orði. Greinin er skrifuð í kjölfar umfjöllunar um frumvarp Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.Frumvarp Samfylkingarinnar og VG miðar að því að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks. Það er staðreynd að kosningaþátttaka ungs fólks er afar lítil hér á landi sem og um alla Evrópu, en þar telja margir að lækkun kosningaaldurs geti haft jákvæð áhrif. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku ungs fólks, m.a. með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Nokkur Evrópulönd hafa stigið skref í þessa átt, t.d. Austurríki, þar sem kosningaaldurinn hefur þegar verið lækkaður. Ungmenni yfir 16 ára aldri hafa mátt kjósa í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum víða í Evrópu og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstætt Skotland. Við sjáum á þessu að þróunin í Evrópu stefnir í átt að lækkun kosningaaldurs og því aðeins spurning hvort Ísland ætlar að vera í forystuhlutverki varðandi lýðræðiseflingu ungs fólks eða hvort sitja eigi eftir.Kolbrún segir að nóg sé á ungmenni lagt án þess að þau „séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl.“ Hún lítur fram hjá þeirri staðreynd að ungmenni á aldrinum 16-18 ára geta skráð sig í stjórnmálaflokka og taka mörg hver virkan þátt í ungliðahreyfingum þeirra. Þar að auki eru mörg 16-18 ára ungmenni í vinnu og greiða skatt af launum sínum. Er ekki ólýðræðislegt að fólk sem greiðir til samfélagsins fái ekki að hafa nein áhrif á það hvernig fjármunum ríkisins er varið?Mikilvægt er að endurskoða afstöðu samfélagsins til stjórnmála. Viðhorfið sem endurspeglast í grein Kolbrúnar er kannski það sem letur ungt fólk til þess að kjósa. Stjórnmál eru ekki eitthvað sem samfélagið þarf að vernda ungmenni fyrir, því í grunninn snúast þau um að vinna að lausnum til þess að bæta samfélagið. Ungt fólk, sem síðar mun taka við þessu landi, á þvert á móti að vera í forystu í stjórnmálastarfi.Það er ekki aðeins yfirlætisfullt, heldur beinlínis skaðlegt að áætla að ungmenni á aldrinum 16-18 ára hafi ekki „leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum“. Það þarf ekki annað en að fylgjast með ungu fólki á samfélagsmiðlum og í fréttum til að sjá að þetta er ekki reyndin. Ungt fólk tekur mikinn þátt í umræðunni um betra samfélag, þótt ekki allir veiti því eftirtekt. Getur nokkuð verið að ástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku sé kannski frekar áhrifaleysi; að ungt fólk upplifi sig án raddar, frekar en að það hafi ekkert til málanna að leggja?Í lýðræðissamfélagi hlýtur að teljast afar mikilvægt að ungt fólk sé undirbúið til þess að verða ábyrgir og virkir borgarar. Það gerum við ekki með því að halda stjórnmálum frá ungu fólki og gera lítið úr skoðunum þeirra. Fögnum áhuga ungs fólks og veitum þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun