Varðskipið Týr tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í Miðjarðarhafi þar sem um 200 flóttamenn eru bjarglausir á fiskibáti. Báturinn er staðsettur um 30 sjómílur norður af Líbýu og eru þrír aðrir bátar á svæðinu.
Neyðarkall barst frá bátnum snemma í morgun, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Allt flóttafólkið verður tekið um borð í Tý og stendur til að halda með það til Ítalíu þegar björgunaraðgerðum er lokið.
Talsverðar annir hafa verið á þessu svæði undanfarið samkvæmt Landhelgisgæslunni. Í gær tók Týr þátt í annarri aðgerð þar sem bátur með flóttafólki snéri við til Líbýu eftir að hafa sent út neyðarkall á svipuðum slóðum og báturinn í dag.
Týr mun sinna leit og björgun og landamæragæslu á þessu svæði fram í miðjan maí en ráðgert er að skipið komi til Ísland í lok maí.
Týr bjargar flóttamönnum í Miðjarðarhafi
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Engin röð á Læknavaktinni
Innlent





Reykjavík ekki ljót borg
Innlent


