Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2015 12:25 Björn Jón Bragason er framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Vísir/Valli Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hefur lagt til að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð frá 1. maí til 1. október. Í tilkynningu frá samtökunum segir að í alvöru miðbæ sé ys og þys og þar sem ægir saman alls konar umferð. „Samtökin hafa áður bent á skaðleg áhrif lokunar á verslun við Íslendinga og hafa kært fyrri ákvörðun borgarinnar um lokun til innanríkisráðuneytis. Ráðuneytið hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn og fráleitt að ræða um lokun áður en ráðuneytið hefur komist að niðurstöðu.“Samtökin segja Laugaveginn vera einu skilgreindu verslunargötu borgarinnar og til mikils að vinna að verslun þar fáist þrifist. „Það gerist ekki nema í góðu samráði við hagsmunaaðila og brýnt að formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar láti af skæruhernaði gegn atvinnulífi í borginni. Ekki hefur örlað á vilja formanns umhverfis- og skipulagsráðs til samráðs við rekstraraðila og eigendur atvinnuhúsnæðis við götuna. Hafi borgaryfirvöld áhuga á lokun er rétt að greitt verði um það atkvæði meðal rekstraraðila og eigenda atvinnuhúsnæðis á svæðinu. Of miklir atvinnuhagsmunir og eignarréttindi eru í húfi til að ákvörðun af þessu tagi sé tekin einhliða af borgaryfirvöldum. Göngugata getur verið skemmtileg tilbreytni á sólríkum dögum, en í rigningu og sudda er engum til gagns að loka fyrir umferð. Möguleg lokun götunnar verður að vera á forsendum verslunarinnar sjálfrar. Þar mætti til dæmis hugsa sér svokallaða góðviðrislokun,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Rútufár á Laugavegi Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir. 25. mars 2015 13:13 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hefur lagt til að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð frá 1. maí til 1. október. Í tilkynningu frá samtökunum segir að í alvöru miðbæ sé ys og þys og þar sem ægir saman alls konar umferð. „Samtökin hafa áður bent á skaðleg áhrif lokunar á verslun við Íslendinga og hafa kært fyrri ákvörðun borgarinnar um lokun til innanríkisráðuneytis. Ráðuneytið hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn og fráleitt að ræða um lokun áður en ráðuneytið hefur komist að niðurstöðu.“Samtökin segja Laugaveginn vera einu skilgreindu verslunargötu borgarinnar og til mikils að vinna að verslun þar fáist þrifist. „Það gerist ekki nema í góðu samráði við hagsmunaaðila og brýnt að formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar láti af skæruhernaði gegn atvinnulífi í borginni. Ekki hefur örlað á vilja formanns umhverfis- og skipulagsráðs til samráðs við rekstraraðila og eigendur atvinnuhúsnæðis við götuna. Hafi borgaryfirvöld áhuga á lokun er rétt að greitt verði um það atkvæði meðal rekstraraðila og eigenda atvinnuhúsnæðis á svæðinu. Of miklir atvinnuhagsmunir og eignarréttindi eru í húfi til að ákvörðun af þessu tagi sé tekin einhliða af borgaryfirvöldum. Göngugata getur verið skemmtileg tilbreytni á sólríkum dögum, en í rigningu og sudda er engum til gagns að loka fyrir umferð. Möguleg lokun götunnar verður að vera á forsendum verslunarinnar sjálfrar. Þar mætti til dæmis hugsa sér svokallaða góðviðrislokun,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Rútufár á Laugavegi Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir. 25. mars 2015 13:13 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Rútufár á Laugavegi Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir. 25. mars 2015 13:13