Eins og við mátti búast var allt vitlaust á fundi þeirra félaga með aðdáendum íþróttarinnar. Hápunktinum var þó náð er McGregor gerði sér lítið fyrir og stal beltinu af Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins.
Fundurinn var annars lyginni líkastur. Þúsundir Íra, vel við skál, mætti á fundinn en þar fá áhorfendur tækifæri til þess að spyrja bardagakappanna.
Margir nýttu tækifærið og kölluðu Aldo öllum illum nöfnum og svo sungu Írarnir eins og þeir væru á fótboltaleik. Þeir eru engum líkir.
Hér að neðan má sjá er Conor stelur beltinu og þá má líka heyra þessa ótrúlegu stemningu sem var á svæðinu.