Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2015 18:50 Forsætisráðherra segir að það væri mikil synd að nýta ekki það tækifæri sem nú væri til að auka kaupmátt á Íslandi. Ekki þýði að ýta vanda kjaraviðræðna til ríkisvaldsins, heldur þurfi að skapa traust á vinnumarkaðnum áður en ríkisvaldið komi með sitt innlegg í kjaramálin eins og þau séu tilbúin til að gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með þróun kjaraviðræðna og fundi reglulega með aðilum vinnumarkaðarins. En eins og staðan er nú stefnir allt í verkföll tugþúsunda manna í maímánuði. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það má samt ekki gleyma því að þessi staða er komin upp vegna þess að menn skynja að það er eitthvað til skiptanna. Og hún virðist fyrst og fremst byggja á ótta ólíkra hópa við að að verða skildir eftir. Verða útundan. Þar af leiðandi er mikilvægt að það skapist traust milli hópa.Traust um það að þessum ávinningi sem sannarlega er loksins að verða til í samfélaginu, verði skipt á jafnan og jafnframt hvetjandi hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það hafi gerst of oft að þegar búið væri að semja fyrir stærstu hópana á vinnumarkaðnum kæmu minni hópar með sterka samningsstöðu og semdu um meira. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta án samstöðu milli þessara ólíku hópa. „Það væri mikil synd að nýta ekki það einstaka tækifæri sem er núna til að halda áfram að auka kaupmátt á Íslandi. Við höfum ekki áður séð svona tækifæri til að hafa viðvarandi kaupmáttaraukningu ár eftir ár. Ef við ætlum að kasta því tækifæri á glæ og láta verðbólgubálið aftur fara af stað, bitnar það á öllum en það bitnar sérstaklega á fólki með lægri og millitekjur,“ segir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum en þau jafnframt verið sökuð um að spilla fyrir með ýmsum ákvörðunum sínum. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis að hún sé tilbúin til að koma að því að auka kaupmátt fólksins í landinu. En fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að ná niðurstöðu sín í milli. „Því þetta eru jú þeir sem eru að deila. Allt of oft freistast menn til þess bæði hjá launþegum og atvinnurekendum að reyna að frýja sig ábyrgð og varpa henni yfir á ríkið í þeirra eigin deilu. Það mun ekki leysa deiluna nú. Þeir þurfa í sameiningu að skapa traust á milli sinna hópa. Þegar það er komið er ríkið tilbúið til að leggja sitt af mörkum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Forsætisráðherra segir að það væri mikil synd að nýta ekki það tækifæri sem nú væri til að auka kaupmátt á Íslandi. Ekki þýði að ýta vanda kjaraviðræðna til ríkisvaldsins, heldur þurfi að skapa traust á vinnumarkaðnum áður en ríkisvaldið komi með sitt innlegg í kjaramálin eins og þau séu tilbúin til að gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með þróun kjaraviðræðna og fundi reglulega með aðilum vinnumarkaðarins. En eins og staðan er nú stefnir allt í verkföll tugþúsunda manna í maímánuði. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það má samt ekki gleyma því að þessi staða er komin upp vegna þess að menn skynja að það er eitthvað til skiptanna. Og hún virðist fyrst og fremst byggja á ótta ólíkra hópa við að að verða skildir eftir. Verða útundan. Þar af leiðandi er mikilvægt að það skapist traust milli hópa.Traust um það að þessum ávinningi sem sannarlega er loksins að verða til í samfélaginu, verði skipt á jafnan og jafnframt hvetjandi hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það hafi gerst of oft að þegar búið væri að semja fyrir stærstu hópana á vinnumarkaðnum kæmu minni hópar með sterka samningsstöðu og semdu um meira. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta án samstöðu milli þessara ólíku hópa. „Það væri mikil synd að nýta ekki það einstaka tækifæri sem er núna til að halda áfram að auka kaupmátt á Íslandi. Við höfum ekki áður séð svona tækifæri til að hafa viðvarandi kaupmáttaraukningu ár eftir ár. Ef við ætlum að kasta því tækifæri á glæ og láta verðbólgubálið aftur fara af stað, bitnar það á öllum en það bitnar sérstaklega á fólki með lægri og millitekjur,“ segir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum en þau jafnframt verið sökuð um að spilla fyrir með ýmsum ákvörðunum sínum. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis að hún sé tilbúin til að koma að því að auka kaupmátt fólksins í landinu. En fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að ná niðurstöðu sín í milli. „Því þetta eru jú þeir sem eru að deila. Allt of oft freistast menn til þess bæði hjá launþegum og atvinnurekendum að reyna að frýja sig ábyrgð og varpa henni yfir á ríkið í þeirra eigin deilu. Það mun ekki leysa deiluna nú. Þeir þurfa í sameiningu að skapa traust á milli sinna hópa. Þegar það er komið er ríkið tilbúið til að leggja sitt af mörkum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira