Flugfélög með áratuga sögu horfin af markaði Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2025 23:10 Sjúkraflug var lengst af grunnstoðin í rekstri Mýflugs, sem gerði flugvélarnar út frá Akureyri. Félagið missti þann þátt starfseminnar í fyrra eftir útboð. Egill Aðalsteinsson Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna. Flugfélagið Ernir var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust eftir 54 ára sögu. Hörður Guðmundsson hóf rekstur félagsins á Vestfjörðum en gerði síðar út frá Reykjavík. Þegar mest var sinnti það áætlunarflugi til sex staða innanlands á fjórum nítján sæta Jetstream-skrúfuþotum en flaggskipið var 32 sæta Dornier-skrúfuþota. Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði árið 2017.Arnar Halldórsson Mýflug er enn með flugrekstrarleyfi þótt rekstri þess hafi verið hætt í lok marsmánaðar eftir fjörutíu ára sögu. Umsvif þess voru mest í sjúkraflugi á níu sæta Beechcraft King Air-skrúfuþotum. Fyrir tveimur árum keypti Mýflug þriðjungshlut í Erni og tók yfir reksturinn en missti sjúkraflugið í fyrra yfir til Norlandair eftir útboð. Á Reykjavíkurflugvelli hafði Flugfélagið Ernir farþegaafgreiðslu sína í lágreistum skúrum utan í flugskýli Loftleiðamegin. Mýflug fór þangað inn eftir að það tók yfir rekstur Ernis. En núna er hún Snorrabúð stekkur. Búið er að skella í lás. Eftir sitja aðeins tvö félög á innanlandsleiðum, Icelandair og Norlandair. Flugsérfræðingurinn Jón Karl Ólafsson telur margar þætti skýra þessa þróun. Jón Karl Ólafsson hefur víðtæka reynslu úr íslenska fluggeiranum.Sigurjón Ólason „Einn þáttur er bara breyting á markaði. Samkeppnin hefur farið harðnandi,“ segir Jón Karl. „Fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum með að aðlaga sig sveiflum. Covid hafði áhrif á marga. Þannig að menn hafa verið að ganga í gegnum sameiningar. Sumar hafa gengið verr en aðrar. Þannig að þetta hefur svona hægt og sígandi verið að færast í þessa átt á síðustu tuttugu árum. Þannig að þetta er orðið lítið eftir af félögum, nema kannski þessi tvö.“ Flugvélar Norlandair á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Jón Karl segir ráðamenn þurfa að átta sig betur á mikilvægi flugsins í samgöngum landsins. „Á meðan aðrar þjóðir hafa lestarsamgöngur þá er þetta í rauninni eina leiðin fyrir okkur til að flytja fólk hratt á milli landshluta. Og það auðvitað verður bara að taka samtal og klára einhverja stefnumótun í því að það þarf að viðhalda flugi inn á helstu staði og sjá til þess að það sé hægt að gera það. En hvort þetta verður gert með litlum flugfélögum eða hvort stærri einingarnar verði hagkvæmari, það verður bara framtíðin að leiða í ljós,“ segir Jón Karl Ólafsson. Hér má sjá frétt Sýnar: Fjallað var um brotthvarf Harðar Guðmundssonar úr flugrekstri í þessari frétt í fyrra: Fjallað var um Mýflug og Leif Hallgrímsson og rætur félagsins í Mývatnssveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2012: Fréttir af flugi Samgöngur Gjaldþrot Sjúkraflutningar Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50 Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Flugfélagið Ernir var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust eftir 54 ára sögu. Hörður Guðmundsson hóf rekstur félagsins á Vestfjörðum en gerði síðar út frá Reykjavík. Þegar mest var sinnti það áætlunarflugi til sex staða innanlands á fjórum nítján sæta Jetstream-skrúfuþotum en flaggskipið var 32 sæta Dornier-skrúfuþota. Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði árið 2017.Arnar Halldórsson Mýflug er enn með flugrekstrarleyfi þótt rekstri þess hafi verið hætt í lok marsmánaðar eftir fjörutíu ára sögu. Umsvif þess voru mest í sjúkraflugi á níu sæta Beechcraft King Air-skrúfuþotum. Fyrir tveimur árum keypti Mýflug þriðjungshlut í Erni og tók yfir reksturinn en missti sjúkraflugið í fyrra yfir til Norlandair eftir útboð. Á Reykjavíkurflugvelli hafði Flugfélagið Ernir farþegaafgreiðslu sína í lágreistum skúrum utan í flugskýli Loftleiðamegin. Mýflug fór þangað inn eftir að það tók yfir rekstur Ernis. En núna er hún Snorrabúð stekkur. Búið er að skella í lás. Eftir sitja aðeins tvö félög á innanlandsleiðum, Icelandair og Norlandair. Flugsérfræðingurinn Jón Karl Ólafsson telur margar þætti skýra þessa þróun. Jón Karl Ólafsson hefur víðtæka reynslu úr íslenska fluggeiranum.Sigurjón Ólason „Einn þáttur er bara breyting á markaði. Samkeppnin hefur farið harðnandi,“ segir Jón Karl. „Fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum með að aðlaga sig sveiflum. Covid hafði áhrif á marga. Þannig að menn hafa verið að ganga í gegnum sameiningar. Sumar hafa gengið verr en aðrar. Þannig að þetta hefur svona hægt og sígandi verið að færast í þessa átt á síðustu tuttugu árum. Þannig að þetta er orðið lítið eftir af félögum, nema kannski þessi tvö.“ Flugvélar Norlandair á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Jón Karl segir ráðamenn þurfa að átta sig betur á mikilvægi flugsins í samgöngum landsins. „Á meðan aðrar þjóðir hafa lestarsamgöngur þá er þetta í rauninni eina leiðin fyrir okkur til að flytja fólk hratt á milli landshluta. Og það auðvitað verður bara að taka samtal og klára einhverja stefnumótun í því að það þarf að viðhalda flugi inn á helstu staði og sjá til þess að það sé hægt að gera það. En hvort þetta verður gert með litlum flugfélögum eða hvort stærri einingarnar verði hagkvæmari, það verður bara framtíðin að leiða í ljós,“ segir Jón Karl Ólafsson. Hér má sjá frétt Sýnar: Fjallað var um brotthvarf Harðar Guðmundssonar úr flugrekstri í þessari frétt í fyrra: Fjallað var um Mýflug og Leif Hallgrímsson og rætur félagsins í Mývatnssveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2012:
Fréttir af flugi Samgöngur Gjaldþrot Sjúkraflutningar Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50 Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50
Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10