Hryðjuverkasamtökin er kenna sig við ríki íslams, ISIS, hafa nú lýst yfir ábyrgð á tveimur sprengjutilræðum síðastliðinn sólarhring þar sem fjörutíu fórust og yfir hundrað særðust. Annars vegar í Jalalabad í Afganistan og hins vegar í Irbil í Írak.
Fyrri árásin átti sér stað í Irbil í Kúrdistan síðdegis í gær. Fjórir létust hið minnsta og átján særðust í bílasprengjuárás við ræðismannaskrifstofur Bandaríkjanna. Þrír hinna látnu voru almennir borgarar.
Seinni árásin var gerð í Jalalabad. Að minnsta kosti 35 týndu lífi og hundrað særðust. Sprengjan sprakk við banka en þar var fjöldi opinberra starfsmanna að sækja launin sín. Flestir almennir borgarar. Það mun vera í fyrsta sinn sem samtökin ráðast til atlögu í Afganistan.
ISIS lýsir yfir ábyrgð á tveimur árásum

Tengdar fréttir

Þrjátíu létust í sjálfsmorðsárás
Enginn hefur lýst verknaðnum á hendur sér.

ISIS lýsir yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Irbil
Fjórir týndu lífi og átján særðust í bílasprengjuárás við ræðismannaskrifstofur Bandaríkjanna í dag.