Real Madrid eltir Barcelona eins og skugginn í spænsku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu, en Real vann 3-1 sigur á Malaga í kvöld. Munurinn á liðunum er nú tvö stig.
Sergio Ramos kom Real yfir eftir 24. mínútna leik og þannig stóðu leikar í hálfleik. Cristiano Ronaldo fékk tækifæri til að tvöfalda forystuna af vítapunktinum eftir að brotið var á James Rodriguez, en skot Ronaldo fór í stöngina.
James Rodriguez kom Real þó í 2-0 stuttu síðar eftir frábær spili. Juanmi minnkaði muninn fyrir Malaga á 71. mínútu og þannig stóðu leikar þangað til í uppbótartíma þegar Ronaldo skoraði. Lokatölur 3-1.
Real er nú tveimur stigum á eftir Barcelona sem er á toppnum, en sex leikir eru eftir af deildarkeppninni.
Real eltir Börsunga eins og skugginn
Anton Ingi Leifsson skrifar
