Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 23-20 | Afturelding tók frumkvæðið Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2015 18:27 Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/stefán Afturelding vann frábæran sigur á ÍR, 23-20, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu. Stemningin í Mosfellsbænum var mögnuð og þétt setið á áhorfendapöllunum. Það var varnarleikur heimamanna og markvarsla sem skilaði liðinu sigrinum og einnig frammistaða Jóhanns Gunnars Einarssonar sem gerði átta mörk. Liðið leiðir því einvígið 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Davíð Svansson var magnaður í marki heimamanna og tók 19 skot. Það var töluverður taugatitringur í báðum liðum til að byrja með enda var stemningin í húsinu mögnuð. Aðeins eitt mark var skorað á fyrstu sex mínútum leiksins og voru það heimamenn í Aftureldingu sem gerðu það. ÍR-ingar skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og þá var staðan 4-1 fyrir Aftureldingu. ÍR-ingar voru greinilega í sjokki, enda varla hægt að tala saman inni höllinni vegna hávaða. ÍR-ingar tóku leikhlé sem skilaði sér heldur betur og allt í einu var staðan 5-5. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og gríðarlega barátta inn á vellinum. Liðin þurftu að hafa mikið fyrir hverju marki og fyrri hálfleikurinn var mögnuð skemmtun. Jóhann Gunnar Einarsson var frábær í liði í liði heimamanna í hálfleiknum og gerði fimm mörk. Davíð Svansson hafði varið 10 skot í hálfleik en sex af þeim komu bara á upphafsmínútunum. Svavar Már í marki ÍR-inga tók sjö bolta í fyrri hálfleiknum og stóð fyrir sínu. Enginn leikmaður ÍR var með fleiri en tvö mörk í hálfleik og dreifðist skorið vel á leikmenn. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir ÍR, merkilegt og sérstaklega eftir dapra byrjun gestanna. Heimamenn byrjuðu betur í síðari hálfleik og gerði þrjú fyrstu mörkin og breyttu stöðunni strax í 13-11. Afturelding átti í vandræðum með að skora næstu mínútur og bæði lið í raun. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var staðan 13-13. Þetta var leikur varnar og markvörslu í kvöld og eins og áður segir, gríðarlega barátta. Varnarleikur Aftureldingar var með ólíkindum á köflum og þá kom markvarslan vissulega með. ÍR-ingar vissu stundum ekkert hvað þeir áttu að gera og þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 19-15 fyrir þá rauðu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins einu marki, 21-20. ÍR-ingar voru komnir til baka. Heimamenn voru sterkari undir lokin og ÍR-ingar á sama tíma óskynsamir. Þeir rauðu unnu að lokum þriggja marka sigur, 23-20. Næstu leikur verður í Austurberginu á laugardaginn. Jóhann: Enginn pítsa og öllari, bara nudd„Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona seríu,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Ef þetta er það sem koma skal, þá verður þetta hrikalega gaman. Frábær stuðningslið báðum megin, frábær leikur og frábær dómgæsla. Maður er bara hrikalega ánægður að enda ofan á í þessum leik, það munaði ekki miklu.“ Jóhann segir að liðin séu bæði með virkilega góða varnarmenn og einvígið eigi eftir að ráðast þeim megin á vellinum. „Þetta eru tvær ólíkar, en frábærar varnir. Það er rosalega erfitt að skora fyrir bæði lið og fer mikið púður í hvert mark.“ Jóhann átti frábæran leik í kvöld og gerði átta mörk. „Þetta gekk ágætlega hjá mér í kvöld, en það telur lítið ef maður drullar á sig næst. Nú verður maður bara að hugsa vel um sig andlega og líkamlega, sérstaklega þar sem maður er kominn á þrítugsaldurinn. Það er ekkert pítsa og öllari hjá manni, bara nudd og eitthvað þægilegt.“ Einar: Við áttum bara að vinna þennan leik„Þetta var bara flottur leikur, gaman að vera hér og gaman að vera komnir í undanúrslit,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld. „Þetta er ástæðan fyrir því að menn eru í þessu sporti. Áhorfendur voru flottir í kvöld og maður er bara ánægður með svona leik. Þetta var algjör háspennu leikur. Við byrjuðum leikinn á því að skjóta virkilega illa en ég var ánægður með það hvernig strákarnir komu til baka.“ Einar segist hafa verið ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Við misstum þá nokkrum mörkum frá okkur í seinni hálfleik og þurftum að elta eftir það. Við vorum samt alltaf inn í þessum leik og mér fannst að við hefðum einfaldlega átt að vinna hann.“ Einar vill sjá troðfullt Austurberg í næsta leik á laugardaginn. „Við Breiðhyltingar þurfum bara að sýna þeim hvernig á að fylla höllina almennilega.“ Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Afturelding vann frábæran sigur á ÍR, 23-20, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu. Stemningin í Mosfellsbænum var mögnuð og þétt setið á áhorfendapöllunum. Það var varnarleikur heimamanna og markvarsla sem skilaði liðinu sigrinum og einnig frammistaða Jóhanns Gunnars Einarssonar sem gerði átta mörk. Liðið leiðir því einvígið 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Davíð Svansson var magnaður í marki heimamanna og tók 19 skot. Það var töluverður taugatitringur í báðum liðum til að byrja með enda var stemningin í húsinu mögnuð. Aðeins eitt mark var skorað á fyrstu sex mínútum leiksins og voru það heimamenn í Aftureldingu sem gerðu það. ÍR-ingar skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og þá var staðan 4-1 fyrir Aftureldingu. ÍR-ingar voru greinilega í sjokki, enda varla hægt að tala saman inni höllinni vegna hávaða. ÍR-ingar tóku leikhlé sem skilaði sér heldur betur og allt í einu var staðan 5-5. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og gríðarlega barátta inn á vellinum. Liðin þurftu að hafa mikið fyrir hverju marki og fyrri hálfleikurinn var mögnuð skemmtun. Jóhann Gunnar Einarsson var frábær í liði í liði heimamanna í hálfleiknum og gerði fimm mörk. Davíð Svansson hafði varið 10 skot í hálfleik en sex af þeim komu bara á upphafsmínútunum. Svavar Már í marki ÍR-inga tók sjö bolta í fyrri hálfleiknum og stóð fyrir sínu. Enginn leikmaður ÍR var með fleiri en tvö mörk í hálfleik og dreifðist skorið vel á leikmenn. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir ÍR, merkilegt og sérstaklega eftir dapra byrjun gestanna. Heimamenn byrjuðu betur í síðari hálfleik og gerði þrjú fyrstu mörkin og breyttu stöðunni strax í 13-11. Afturelding átti í vandræðum með að skora næstu mínútur og bæði lið í raun. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var staðan 13-13. Þetta var leikur varnar og markvörslu í kvöld og eins og áður segir, gríðarlega barátta. Varnarleikur Aftureldingar var með ólíkindum á köflum og þá kom markvarslan vissulega með. ÍR-ingar vissu stundum ekkert hvað þeir áttu að gera og þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 19-15 fyrir þá rauðu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins einu marki, 21-20. ÍR-ingar voru komnir til baka. Heimamenn voru sterkari undir lokin og ÍR-ingar á sama tíma óskynsamir. Þeir rauðu unnu að lokum þriggja marka sigur, 23-20. Næstu leikur verður í Austurberginu á laugardaginn. Jóhann: Enginn pítsa og öllari, bara nudd„Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona seríu,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Ef þetta er það sem koma skal, þá verður þetta hrikalega gaman. Frábær stuðningslið báðum megin, frábær leikur og frábær dómgæsla. Maður er bara hrikalega ánægður að enda ofan á í þessum leik, það munaði ekki miklu.“ Jóhann segir að liðin séu bæði með virkilega góða varnarmenn og einvígið eigi eftir að ráðast þeim megin á vellinum. „Þetta eru tvær ólíkar, en frábærar varnir. Það er rosalega erfitt að skora fyrir bæði lið og fer mikið púður í hvert mark.“ Jóhann átti frábæran leik í kvöld og gerði átta mörk. „Þetta gekk ágætlega hjá mér í kvöld, en það telur lítið ef maður drullar á sig næst. Nú verður maður bara að hugsa vel um sig andlega og líkamlega, sérstaklega þar sem maður er kominn á þrítugsaldurinn. Það er ekkert pítsa og öllari hjá manni, bara nudd og eitthvað þægilegt.“ Einar: Við áttum bara að vinna þennan leik„Þetta var bara flottur leikur, gaman að vera hér og gaman að vera komnir í undanúrslit,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld. „Þetta er ástæðan fyrir því að menn eru í þessu sporti. Áhorfendur voru flottir í kvöld og maður er bara ánægður með svona leik. Þetta var algjör háspennu leikur. Við byrjuðum leikinn á því að skjóta virkilega illa en ég var ánægður með það hvernig strákarnir komu til baka.“ Einar segist hafa verið ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Við misstum þá nokkrum mörkum frá okkur í seinni hálfleik og þurftum að elta eftir það. Við vorum samt alltaf inn í þessum leik og mér fannst að við hefðum einfaldlega átt að vinna hann.“ Einar vill sjá troðfullt Austurberg í næsta leik á laugardaginn. „Við Breiðhyltingar þurfum bara að sýna þeim hvernig á að fylla höllina almennilega.“
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira