Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 23-20 | Afturelding tók frumkvæðið Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2015 18:27 Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/stefán Afturelding vann frábæran sigur á ÍR, 23-20, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu. Stemningin í Mosfellsbænum var mögnuð og þétt setið á áhorfendapöllunum. Það var varnarleikur heimamanna og markvarsla sem skilaði liðinu sigrinum og einnig frammistaða Jóhanns Gunnars Einarssonar sem gerði átta mörk. Liðið leiðir því einvígið 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Davíð Svansson var magnaður í marki heimamanna og tók 19 skot. Það var töluverður taugatitringur í báðum liðum til að byrja með enda var stemningin í húsinu mögnuð. Aðeins eitt mark var skorað á fyrstu sex mínútum leiksins og voru það heimamenn í Aftureldingu sem gerðu það. ÍR-ingar skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og þá var staðan 4-1 fyrir Aftureldingu. ÍR-ingar voru greinilega í sjokki, enda varla hægt að tala saman inni höllinni vegna hávaða. ÍR-ingar tóku leikhlé sem skilaði sér heldur betur og allt í einu var staðan 5-5. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og gríðarlega barátta inn á vellinum. Liðin þurftu að hafa mikið fyrir hverju marki og fyrri hálfleikurinn var mögnuð skemmtun. Jóhann Gunnar Einarsson var frábær í liði í liði heimamanna í hálfleiknum og gerði fimm mörk. Davíð Svansson hafði varið 10 skot í hálfleik en sex af þeim komu bara á upphafsmínútunum. Svavar Már í marki ÍR-inga tók sjö bolta í fyrri hálfleiknum og stóð fyrir sínu. Enginn leikmaður ÍR var með fleiri en tvö mörk í hálfleik og dreifðist skorið vel á leikmenn. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir ÍR, merkilegt og sérstaklega eftir dapra byrjun gestanna. Heimamenn byrjuðu betur í síðari hálfleik og gerði þrjú fyrstu mörkin og breyttu stöðunni strax í 13-11. Afturelding átti í vandræðum með að skora næstu mínútur og bæði lið í raun. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var staðan 13-13. Þetta var leikur varnar og markvörslu í kvöld og eins og áður segir, gríðarlega barátta. Varnarleikur Aftureldingar var með ólíkindum á köflum og þá kom markvarslan vissulega með. ÍR-ingar vissu stundum ekkert hvað þeir áttu að gera og þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 19-15 fyrir þá rauðu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins einu marki, 21-20. ÍR-ingar voru komnir til baka. Heimamenn voru sterkari undir lokin og ÍR-ingar á sama tíma óskynsamir. Þeir rauðu unnu að lokum þriggja marka sigur, 23-20. Næstu leikur verður í Austurberginu á laugardaginn. Jóhann: Enginn pítsa og öllari, bara nudd„Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona seríu,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Ef þetta er það sem koma skal, þá verður þetta hrikalega gaman. Frábær stuðningslið báðum megin, frábær leikur og frábær dómgæsla. Maður er bara hrikalega ánægður að enda ofan á í þessum leik, það munaði ekki miklu.“ Jóhann segir að liðin séu bæði með virkilega góða varnarmenn og einvígið eigi eftir að ráðast þeim megin á vellinum. „Þetta eru tvær ólíkar, en frábærar varnir. Það er rosalega erfitt að skora fyrir bæði lið og fer mikið púður í hvert mark.“ Jóhann átti frábæran leik í kvöld og gerði átta mörk. „Þetta gekk ágætlega hjá mér í kvöld, en það telur lítið ef maður drullar á sig næst. Nú verður maður bara að hugsa vel um sig andlega og líkamlega, sérstaklega þar sem maður er kominn á þrítugsaldurinn. Það er ekkert pítsa og öllari hjá manni, bara nudd og eitthvað þægilegt.“ Einar: Við áttum bara að vinna þennan leik„Þetta var bara flottur leikur, gaman að vera hér og gaman að vera komnir í undanúrslit,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld. „Þetta er ástæðan fyrir því að menn eru í þessu sporti. Áhorfendur voru flottir í kvöld og maður er bara ánægður með svona leik. Þetta var algjör háspennu leikur. Við byrjuðum leikinn á því að skjóta virkilega illa en ég var ánægður með það hvernig strákarnir komu til baka.“ Einar segist hafa verið ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Við misstum þá nokkrum mörkum frá okkur í seinni hálfleik og þurftum að elta eftir það. Við vorum samt alltaf inn í þessum leik og mér fannst að við hefðum einfaldlega átt að vinna hann.“ Einar vill sjá troðfullt Austurberg í næsta leik á laugardaginn. „Við Breiðhyltingar þurfum bara að sýna þeim hvernig á að fylla höllina almennilega.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Afturelding vann frábæran sigur á ÍR, 23-20, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu. Stemningin í Mosfellsbænum var mögnuð og þétt setið á áhorfendapöllunum. Það var varnarleikur heimamanna og markvarsla sem skilaði liðinu sigrinum og einnig frammistaða Jóhanns Gunnars Einarssonar sem gerði átta mörk. Liðið leiðir því einvígið 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Davíð Svansson var magnaður í marki heimamanna og tók 19 skot. Það var töluverður taugatitringur í báðum liðum til að byrja með enda var stemningin í húsinu mögnuð. Aðeins eitt mark var skorað á fyrstu sex mínútum leiksins og voru það heimamenn í Aftureldingu sem gerðu það. ÍR-ingar skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og þá var staðan 4-1 fyrir Aftureldingu. ÍR-ingar voru greinilega í sjokki, enda varla hægt að tala saman inni höllinni vegna hávaða. ÍR-ingar tóku leikhlé sem skilaði sér heldur betur og allt í einu var staðan 5-5. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og gríðarlega barátta inn á vellinum. Liðin þurftu að hafa mikið fyrir hverju marki og fyrri hálfleikurinn var mögnuð skemmtun. Jóhann Gunnar Einarsson var frábær í liði í liði heimamanna í hálfleiknum og gerði fimm mörk. Davíð Svansson hafði varið 10 skot í hálfleik en sex af þeim komu bara á upphafsmínútunum. Svavar Már í marki ÍR-inga tók sjö bolta í fyrri hálfleiknum og stóð fyrir sínu. Enginn leikmaður ÍR var með fleiri en tvö mörk í hálfleik og dreifðist skorið vel á leikmenn. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir ÍR, merkilegt og sérstaklega eftir dapra byrjun gestanna. Heimamenn byrjuðu betur í síðari hálfleik og gerði þrjú fyrstu mörkin og breyttu stöðunni strax í 13-11. Afturelding átti í vandræðum með að skora næstu mínútur og bæði lið í raun. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum var staðan 13-13. Þetta var leikur varnar og markvörslu í kvöld og eins og áður segir, gríðarlega barátta. Varnarleikur Aftureldingar var með ólíkindum á köflum og þá kom markvarslan vissulega með. ÍR-ingar vissu stundum ekkert hvað þeir áttu að gera og þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 19-15 fyrir þá rauðu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins einu marki, 21-20. ÍR-ingar voru komnir til baka. Heimamenn voru sterkari undir lokin og ÍR-ingar á sama tíma óskynsamir. Þeir rauðu unnu að lokum þriggja marka sigur, 23-20. Næstu leikur verður í Austurberginu á laugardaginn. Jóhann: Enginn pítsa og öllari, bara nudd„Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona seríu,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Ef þetta er það sem koma skal, þá verður þetta hrikalega gaman. Frábær stuðningslið báðum megin, frábær leikur og frábær dómgæsla. Maður er bara hrikalega ánægður að enda ofan á í þessum leik, það munaði ekki miklu.“ Jóhann segir að liðin séu bæði með virkilega góða varnarmenn og einvígið eigi eftir að ráðast þeim megin á vellinum. „Þetta eru tvær ólíkar, en frábærar varnir. Það er rosalega erfitt að skora fyrir bæði lið og fer mikið púður í hvert mark.“ Jóhann átti frábæran leik í kvöld og gerði átta mörk. „Þetta gekk ágætlega hjá mér í kvöld, en það telur lítið ef maður drullar á sig næst. Nú verður maður bara að hugsa vel um sig andlega og líkamlega, sérstaklega þar sem maður er kominn á þrítugsaldurinn. Það er ekkert pítsa og öllari hjá manni, bara nudd og eitthvað þægilegt.“ Einar: Við áttum bara að vinna þennan leik„Þetta var bara flottur leikur, gaman að vera hér og gaman að vera komnir í undanúrslit,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld. „Þetta er ástæðan fyrir því að menn eru í þessu sporti. Áhorfendur voru flottir í kvöld og maður er bara ánægður með svona leik. Þetta var algjör háspennu leikur. Við byrjuðum leikinn á því að skjóta virkilega illa en ég var ánægður með það hvernig strákarnir komu til baka.“ Einar segist hafa verið ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Við misstum þá nokkrum mörkum frá okkur í seinni hálfleik og þurftum að elta eftir það. Við vorum samt alltaf inn í þessum leik og mér fannst að við hefðum einfaldlega átt að vinna hann.“ Einar vill sjá troðfullt Austurberg í næsta leik á laugardaginn. „Við Breiðhyltingar þurfum bara að sýna þeim hvernig á að fylla höllina almennilega.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn