Búið er að útskrifa eldri drenginn sem lenti í háska í fossi við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði í gær af spítala, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Drengurinn var vakinn til meðvitundar á slysstað eftir endurlífgunartilraunir, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Yngri bróðir hans er enn í öndunarvél og haldið sofandi. Meðferð hans mun taka tíma og verður honum haldið áfram sofandi áfram.
Slysið átti sér stað í Hafnarfirði eftir hádegi í gær en tilkynning barst lögreglu um klukkan hálf þrjú. Systir drengjanna tveggja kallaði til aðstoð en vegfarandi við stífluna kom til hjálpar. Hann var fluttur á spítala í gær en var útskrifaður fljótlega.
Eldri drengurinn hefur verið útskrifaður af spítala

Tengdar fréttir

Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp
Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf.

Nemendum í þremur grunnskólum í Hafnarfirði býðst sálfræðiþjónusta
Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar voru virkjuð um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust í gær.

Öðrum drengnum enn haldið sofandi
Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag.

Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu
Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906.