Gunnar: Ég sækist eftir því að vinna undir pressu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 13:00 Gunnar Magnússon með Íslandsbikarinn sem ÍBV vann undir hans stjórn fyrir tæpu ári síðan. Vísir/Stefán Gunnar Magnússon, sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla í handbolta í fyrra og bikarmeisturum í ár, verður næsti þjálfari Hauka eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Gunnar tekur við Haukaliðinu af Patreki Jóhannessyni sem sagði upp starfi sínu á dögunum og ætlar að einbeita sér að austurríska landsliðinu. Eftir fimm ár í Noregi og Vestmannaeyjum fannst Gunnari kominn tími til að flytja aftur í bæinn og þá var ekki erfitt að segja við við Hauka. „Samningaviðræður voru ekkert langar. Fyrst og fremst vildum við fara flytja í bæinn eftir að vera fimm ár á flakki; þrjú ár í Noregi og tvö ár í Vestmannaeyjum. Það var kominn tími á að færast nær fjöslskyldunni,“ sagði Gunnar Magnússon við Vísi í dag. „Þegar sú ákvörðun var tekin og Haukar komu inn í spilið var þetta ekki erfið ákvörðun. Haukar eru frábært félag og eitt af toppliðum hérna á Íslandi. Ég er stoltur að taka við þessu starfi.“ Síðustu tveir þjálfarar Hauka hafa verið Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, og Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Metnaðurinn er mikill að Ásvöllum og krafa um titla mikil. „Þessu sækistu eftir. Maður vill vinna undir pressu og vinna á toppnum,“ sagði Gunnar um pressuna sem fylgir starfinu. „Það er líka pressa að þjálfa í Vestmannaeyjum. Þar ertu ekki bara með félagið á herðunum heldur allt bæjarfélagið. Ég er vanur því og hef líka þjálfað erlendis og landsliðið þannig ég er öllu vanur.“ Gunnar er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en enn er óvíst hvort Aron Kristjánsson sinni því starfi áfram þegar samningur hans rennur út í júlí. En er Gunnar tilbúinn að aðstoða strákana okkar áfram? „Ég skoða það bara í sumar. Ég hef verið lengi í kringum landsliðið og það verður að skoða í rólegheitunum í sumar. Fyrst og fremst sinni ég starfi mínu hjá Haukum,“ sagði Gunnar Magnússon. Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Gunnar Magnússon, sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla í handbolta í fyrra og bikarmeisturum í ár, verður næsti þjálfari Hauka eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Gunnar tekur við Haukaliðinu af Patreki Jóhannessyni sem sagði upp starfi sínu á dögunum og ætlar að einbeita sér að austurríska landsliðinu. Eftir fimm ár í Noregi og Vestmannaeyjum fannst Gunnari kominn tími til að flytja aftur í bæinn og þá var ekki erfitt að segja við við Hauka. „Samningaviðræður voru ekkert langar. Fyrst og fremst vildum við fara flytja í bæinn eftir að vera fimm ár á flakki; þrjú ár í Noregi og tvö ár í Vestmannaeyjum. Það var kominn tími á að færast nær fjöslskyldunni,“ sagði Gunnar Magnússon við Vísi í dag. „Þegar sú ákvörðun var tekin og Haukar komu inn í spilið var þetta ekki erfið ákvörðun. Haukar eru frábært félag og eitt af toppliðum hérna á Íslandi. Ég er stoltur að taka við þessu starfi.“ Síðustu tveir þjálfarar Hauka hafa verið Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, og Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Metnaðurinn er mikill að Ásvöllum og krafa um titla mikil. „Þessu sækistu eftir. Maður vill vinna undir pressu og vinna á toppnum,“ sagði Gunnar um pressuna sem fylgir starfinu. „Það er líka pressa að þjálfa í Vestmannaeyjum. Þar ertu ekki bara með félagið á herðunum heldur allt bæjarfélagið. Ég er vanur því og hef líka þjálfað erlendis og landsliðið þannig ég er öllu vanur.“ Gunnar er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en enn er óvíst hvort Aron Kristjánsson sinni því starfi áfram þegar samningur hans rennur út í júlí. En er Gunnar tilbúinn að aðstoða strákana okkar áfram? „Ég skoða það bara í sumar. Ég hef verið lengi í kringum landsliðið og það verður að skoða í rólegheitunum í sumar. Fyrst og fremst sinni ég starfi mínu hjá Haukum,“ sagði Gunnar Magnússon.
Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira