Felix Bergsson verður kynnir Íslands í útsendingu Eurovision. Þetta staðfestir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar hjá RÚV, við Vísi.
Felix er flestum hnútum kunnugur þegar kemur að Eurovision en hann hefur verið kynnir síðan árið 2012. Þetta er því í fjórða sinn sem hann fer út til að kynna keppendur fyrir íslensku þjóðinni.
Sjá einnig: Heyrðu öll lögin í Eurovision 2015 hér
Engar upplýsingar hafa fengist um hver sé stigakynnir Íslands í ár. „Nei við munum bara gefa það þegar kemur að því. Fresturinn er ekki runnin út,“ segir Hera aðspurð hver muni kynna íslensku stigin.
En er búið að ákveða hver það verður? „Ég ætla bara ekkert að tjá mig um það.“
