Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2015 20:54 Aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin eru til staðar og Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í kvöld sem Heiða Kristín Helgadóttir stjórnar. Heiða ræddi afnám gjaldeyrishafta við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Heiða Kristín spurði Ásdísi hvort það sé mögulegt að leggja fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta nú þegar styttist í þinglok. „Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé. Það er útspil fram undan,“sagði Ásdís og vitnaði þar til að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu lofað því að það myndi gerast um mitt árið. „Það eru klárlega aðstæður í dag í okkar hagkerfi til að stíga mikil og stór skref,“sagði Ásdís. Friðrik var spurðu hverjar eru kjöraðstæður til að afnema höftin og nefndi hann í því sambandi góðan hagvöxt, góðan afgang á viðskiptum við útlönd þannig að gjaldeyrisforðinn byggist upp, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. „Það er engin ástæða fyrir neinn til að flýja með fé frá Íslandi, það eitt og sér skapar aðstæður sem eru góðar til að létta af höftum,“sagði Friðrik. Ásdís nefndi einnig að unnið hefði verið á snjóhengjunni jafnt og þétt með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og það hafi losað um óþolinmóða fjármagnseigendur en bæði voru á því að fara yrði með gát þegar höftin verða afnumin. Íslendingar skapa ekki nægan gjaldeyri til að geta hleypt öllum þessum milljörðum út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og því þurfi að fara varlega. Friðrik sagði Íslendinga vera að ná sér eftir hrunið. „Við eigum að hætta að líta á Ísland sem einangraðan aðila eins og ég held að við höfum upplifað okkur eftir hrun. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þurfum að vera það svo við höfum það gott á þessu landi og ég held að þetta sé að breytast. Við þurfum að vera fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þar með lyfta höftum og ég held við séum farin að upplifa það líka að við getum það.“ Gjaldeyrishöft Umræðan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Aðstæður til að afnema gjaldeyrishöftin eru til staðar og Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í þættinum Umræðunni á Stöð 2 í kvöld sem Heiða Kristín Helgadóttir stjórnar. Heiða ræddi afnám gjaldeyrishafta við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. Heiða Kristín spurði Ásdísi hvort það sé mögulegt að leggja fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta nú þegar styttist í þinglok. „Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé. Það er útspil fram undan,“sagði Ásdís og vitnaði þar til að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu lofað því að það myndi gerast um mitt árið. „Það eru klárlega aðstæður í dag í okkar hagkerfi til að stíga mikil og stór skref,“sagði Ásdís. Friðrik var spurðu hverjar eru kjöraðstæður til að afnema höftin og nefndi hann í því sambandi góðan hagvöxt, góðan afgang á viðskiptum við útlönd þannig að gjaldeyrisforðinn byggist upp, lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. „Það er engin ástæða fyrir neinn til að flýja með fé frá Íslandi, það eitt og sér skapar aðstæður sem eru góðar til að létta af höftum,“sagði Friðrik. Ásdís nefndi einnig að unnið hefði verið á snjóhengjunni jafnt og þétt með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og það hafi losað um óþolinmóða fjármagnseigendur en bæði voru á því að fara yrði með gát þegar höftin verða afnumin. Íslendingar skapa ekki nægan gjaldeyri til að geta hleypt öllum þessum milljörðum út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og því þurfi að fara varlega. Friðrik sagði Íslendinga vera að ná sér eftir hrunið. „Við eigum að hætta að líta á Ísland sem einangraðan aðila eins og ég held að við höfum upplifað okkur eftir hrun. Við erum þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þurfum að vera það svo við höfum það gott á þessu landi og ég held að þetta sé að breytast. Við þurfum að vera fullgildir þátttakendur í alþjóðlegu efnahagslífi og þar með lyfta höftum og ég held við séum farin að upplifa það líka að við getum það.“
Gjaldeyrishöft Umræðan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira