Stöð 2 Sport hefur nú ákveðið hvaða leikir verða sýndir í beinni útsendingu í fyrstu fimm umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta.
Fyrsti leikurinn er á milli nýliða ÍA og Íslandsmeistara Stjörnunnar á Akranesi en daginn eftir verður sýndur stórleikur KR og FH.
Stöð2 Sport mun sýna fyrsta heimaleik Leiknis í efstu deild í 2. umferðinni og í þriðju umferðinni verður sýndir leikur Keflavíkur og Breiðabliki.
Í fjórðu umferðinni verður sýndir leikur Fylkis og KR og þá verður leikur Íslandsmeistara Stjörnunnar og FH sýndur í fimmtu umferðinni en liðin háðu eftirminnilegt einvígi um titilinn á síðasta ári.
Fyrstu útsendingar Stöð 2 Sport frá Pepsi-deildinni:
sun. 03. maí. 15 17:00 ÍA - Stjarnan Norðurálsvöllurinn
mán. 04. maí. 15 19:15 KR - FH KR-völlur
mán. 11. maí. 15 19:15 Leiknir R. - ÍA Leiknisvöllur
sun. 17. maí. 15 20:00 Keflavík - Breiðablik Nettóvöllurinn
mið. 20. maí. 15 20:00 Fylkir - KR Fylkisvöllur
þri. 26. maí. 15 20:00 Stjarnan - FH Samsung völlurinn
Stöð 2 Sport búið að ákveða fyrstu sex sjónvarpsleikina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

