Sigurgeir Árni leggur skóna á hilluna Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2015 14:00 Sigurgeir Árni lyftir titlinum fyrir FH. vísir/ Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH. Sigurgeir greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni, en Sigurgeir hefur undanfarin ár leikið með Kristiansund í Noregi með fleiri Íslendingum. „En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir," sagði Sigurgeir í tilkynningu á Facebook. „Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði." Alla færsluna má sjá hér að neðan, en Sigurgeir verður 36 ára gamall í september. Færsla Sigurgeirs í heild sinni: Allt tekur nú enda og nú fara skórnir á hilluna. Þetta er nú erfiðara en ég hélt enda hefur þessi blessaði bolti fylgt mér lengi. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var spilaður 1996 og var ég þess heiður aðnjótandi fyrstu árin mín að kynnast og æfa/spila með mörgum hetjum úr gullaldarliði FH. "Back in the days" ætlaði maður að verða alvöru handboltamaður en það að verða "groundaður" af læknisráði frá 23ja til 27 ára aldurs var kannski ekki mjög gott skref fyrir ferilinn. Ég er þó feginn að hafa slegið til og prófað aftur. HK á í því samhengi miklar þakkir skyldar. Þetta áttu að vera tvær vikur til að byrja með en þær urðu aðeins fleiri. Þessi "ferill tvö" var þó alltaf með öðrum formerkjum. Ég gerði það að móttói mínu að fara í alla leiki eins og hann væri sá síðasti, minnugur þess að hafa spilað minn "síðasta leik" áður. Fara inn á völlinn, njóta þess að spila og gefa af mér. Þessi ferill tvö var líka meira og minna tóm gleði þegar ég horfi til baka. Ég spilaði í góðum liðum, með toppþjálfurum og með mörgum frábærum handboltamönnum. Ég spilaði með mörgum gömlum pungum og svo var gaman að fá að fylgja efnilegum strákum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki – strákum sem eru núna með bestu leikmönnum Íslands. Það sem gaf mér þó mest var að spila með baráttuhundunum. Það finnst ekki betra bensín en að spila með leikmönnum sem brenna fyrir að að berjast og vinna. Þessir leikmenn gáfu mér ofboðslega mikið og ég vona að ég hafi skilað einhverju til þeirra líka. En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir. Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði. En nú er mál að linni. Takk fyrir mig. Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Sigurgeir Árni Ægisson, handboltakappi, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sigurgeir er fæddur og uppalinn í Kaplakrika, en hann lék lengst af með FH. Sigurgeir greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni, en Sigurgeir hefur undanfarin ár leikið með Kristiansund í Noregi með fleiri Íslendingum. „En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir," sagði Sigurgeir í tilkynningu á Facebook. „Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði." Alla færsluna má sjá hér að neðan, en Sigurgeir verður 36 ára gamall í september. Færsla Sigurgeirs í heild sinni: Allt tekur nú enda og nú fara skórnir á hilluna. Þetta er nú erfiðara en ég hélt enda hefur þessi blessaði bolti fylgt mér lengi. Fyrsti meistaraflokksleikurinn var spilaður 1996 og var ég þess heiður aðnjótandi fyrstu árin mín að kynnast og æfa/spila með mörgum hetjum úr gullaldarliði FH. "Back in the days" ætlaði maður að verða alvöru handboltamaður en það að verða "groundaður" af læknisráði frá 23ja til 27 ára aldurs var kannski ekki mjög gott skref fyrir ferilinn. Ég er þó feginn að hafa slegið til og prófað aftur. HK á í því samhengi miklar þakkir skyldar. Þetta áttu að vera tvær vikur til að byrja með en þær urðu aðeins fleiri. Þessi "ferill tvö" var þó alltaf með öðrum formerkjum. Ég gerði það að móttói mínu að fara í alla leiki eins og hann væri sá síðasti, minnugur þess að hafa spilað minn "síðasta leik" áður. Fara inn á völlinn, njóta þess að spila og gefa af mér. Þessi ferill tvö var líka meira og minna tóm gleði þegar ég horfi til baka. Ég spilaði í góðum liðum, með toppþjálfurum og með mörgum frábærum handboltamönnum. Ég spilaði með mörgum gömlum pungum og svo var gaman að fá að fylgja efnilegum strákum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki – strákum sem eru núna með bestu leikmönnum Íslands. Það sem gaf mér þó mest var að spila með baráttuhundunum. Það finnst ekki betra bensín en að spila með leikmönnum sem brenna fyrir að að berjast og vinna. Þessir leikmenn gáfu mér ofboðslega mikið og ég vona að ég hafi skilað einhverju til þeirra líka. En þrátt fyrir að ferill minn fari ekki í sögubækurnar, þá er ég stoltur af honum. Ég fékk að spila í útlandi, spilaði úrslitaleiki, Evópuleiki, landsleiki og varð Íslandsmeistari. Allt þetta er ég þakklátur fyrir. Það að fara heim og að lyfta Íslandsmeistarabikarnum fyrir FH - uppeldisfélagið mitt og félagsmiðstöðina mína - var að sjálfsögðu toppurinn. FH, 19 ára bið, fullt hús – þetta augnablik gerði allt bröltið þess virði. En nú er mál að linni. Takk fyrir mig.
Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira